Danmörk mætir Ungverjum á EM

13.01.2018 - 19:13
Nú klukkan 19:30 hefst síðari leikur dagsins hjá okkur á EM í Króatíu en þar mætast Danir og Ungverjar en þau leika í D-riðli ásamt Spáni og Tékklandi.

Spánverjar og Þjóðverjar byrja Evrópumótið af krafti en bæði lið unnu stórsigra í dag. Spánverjar unnu Tékka með 17 marka mun, lokatölur 32-15. Þá unnu Þjóðverjar 13 marka sigur á Svartfjallalandi, lokatölur 32-19.

Nánar um leikina og mótið í heild sinni á vefsíðu Evrópumótsins.

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður