Chelsea gerði jafntefli - Jói Berg í tapliði

13.01.2018 - 17:12
epa06436230 Leicester's Jamie Vardy (L) vies for the ball against Chelsea's Andreas Christensen during the English Premier League match between Chelsea and Leicester City at Stamford Bridge in London, Britain, 13 January 2018.  EPA-EFE/FACUNDO
 Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Sex af þeim sjö leikjum sem fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag er nú lokið. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley er liðið tapaði fyrir Crystal Palace á útivelli. Þá gerði Chelsea markalaust jafntefli við Leicester City á Stamford Bridge. Önnur úrslit má sjá hér að neðan.

Chelsea tókst ekki að landa þremur stigum þrátt fyrir að vera manni fleiri síðustu 22 mínútur leiksins. Þá skoraði Bakary Sako eina mark leiksins er Crystal Palace vann Burnley 1-0 en Jóhann Berg var tekinn af velli á 85. mínútu leiksins. 

West Ham United og West Bromwich Albion unnu góða sigra en alls voru þrjú jafntefli í þeim sex leikjum sem búnir eru. Þá mætast Everton og Tottenham Hotspur nú klukkan 17:30 en Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton.

Úrslit dagsins

Chelsea 0 - 0 Leicester City
Crystal Palace 1 - 0 Burnley
Huddersfield 1 - 4 West Ham United
Newcastle United 1 - 1 Swansea City
Watford 2 - 2 Southampton
West Bromwich Albion 2 -0 Brighton & Hove Albion

Staðan í deildinni. 

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður