Boðskapardrifin mynd af samtímanum

Bókmenntagagnrýni
 · 
Bókmenntir
 · 
Gagnrýni
 · 
Guðmundur S. Brynjólfsson
 · 
Kiljan
 · 
Tímagarðurinn
 · 
Menningarefni

Boðskapardrifin mynd af samtímanum

Bókmenntagagnrýni
 · 
Bókmenntir
 · 
Gagnrýni
 · 
Guðmundur S. Brynjólfsson
 · 
Kiljan
 · 
Tímagarðurinn
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
11.10.2017 - 17:19.Davíð Kjartan Gestsson.Kiljan
Gagnrýnendur Kiljunnar segja nýjustu skáldsögu Guðmundar S. Brynjólfssonar vera bráðskemmtilega tíðarandalýsingu. Bókin sé þó helst til of boðskapardrifin og sumum gæti þótt aðalpersónan vera tímaskekkja.

Aðalpersóna Tímagarðsins er Brynjar, sorgmæddur og stefnulaus 23 ára karlmaður, sem verður strand í Hveragerði. Hann hringir í frænda sinn, sem grípur í taumana, og keyrir hann hringinn um landið í staðinn fyrir að skutla honum heim. Félagarnir fara í för, í leit að tilgangi, fegurðinni og ástinni.  Úr verður tíðarandalýsing – sem í kristallast kostir og gallar höfundarins.

„Styrkur Guðmundar er fyndnin – svona hlýleg kaldhæðni,“ segir Þorgeir Tryggvason, gagnrýnandi í Kiljunni. Hann hafi skemmtilega og persónulega sýn á umhverfi sitt og í því liggi styrkleikar bókarinnar. Bókin sé þó einum of boðskapardrifin. „Það er aðeins of mikið af einhverjum lífsviskugullkornum sem samferðarmenn Brynjars eru að deila með honum. En þegar hann heldur sig við það að lýsa heiminum í gegnum Brynjar er hún bráðskemmtileg og gagnleg mynd af okkar samtíma.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Gagnrýnendur Kiljunnar, Sunna Dís Másdóttir og Þorgeir Tryggvason, voru ekki sama sinnis um bókina.

Sunna Dís Másdóttir var ekki jafn hrifinn af bókinni og segir að það hamli henni hve ótrúverðug persóna Brynjar er. „Ég tengdi ekki við hann Brynjar, þennan 23 ára karlmann úr samtímanum, því mér fannst hann ekki tilheyra þessum tíma. Mér fannst eins og sagan hefði átt að gerast fyrir 20 árum.“