Bíóást: „Myndin betri en bókin“

Bíóást
 · 
Einar Kárason
 · 
Francis Ford Coppola
 · 
Kvikmyndir
 · 
The Godfather 2

Bíóást: „Myndin betri en bókin“

Bíóást
 · 
Einar Kárason
 · 
Francis Ford Coppola
 · 
Kvikmyndir
 · 
The Godfather 2
Mynd með færslu
12.01.2018 - 15:28.Davíð Roach Gunnarsson.Bíóást
„Guðfaðirinn tvö er mikið og frábært snilldarverk,“ segir rithöfundurinn Einar Kárason en myndin verður sýnd á RÚV laguardagskvöldið 13. janúar.

The Godfather part  II kom út árið 1974 en í henni heldur leikstjórinn Francis Ford Coppola áfram að segja sögu mafíunnar í Bandaríkjum og Corleone-fjölskyldunnar. Myndin byggir á metsölubók Mario Puzo. „Þó að hún sé mikið snilldarverk þá er það óvenjulega í þessu að myndin er betri en bókin,“ segir Einar. „Svo er annað óvenjulegt að mynd númer tvö er betri en númer eitt.“

Myndin var tilnefnd til 11 óskarsverðlauna og fékk 6, þar af sem besta mynd, besta leikstjórn og besta handrit birt á áður útgefnu efni.

Einar segir að eins og allri góðr epískri list sé persónulegt drama í forgrunni. Á sama tíma segi hún okkur þó margt um sögu Ítalíu og uppgang sikileysku mafíunnar sem rekja megi til sameiningu smáríkjanna á Ítalíuskaga á ofanverðri 19. öld. „Þar er allt sem býr í haginn fyrir löglausa tíð. Mjög veikt ríkisvald en miklir peningar. Þá taka ættfeðurnir, stórbændurnir, landeigendurnir og guðfeðurnir völdin.“Þessi uppgangur glæpaklíkna verður síðan að pólitísku bitbeini á Ítalíu. „Mussolini var kosinn út á það, hann lofar að skera upp herör gegn glæpaklíkum sem réðu oft heilu landshlutunum,“ segir Einar en inn á þetta er komið í baksögu Don Corleone, sem Marlon Brando lék í fyrri myndinni. „Þá eru mafíósar á flótta undan fasistunum  í stríðum straumum frá Sikiley til Bandaríkjanna. Seinna hafa þeir hælt sér af því að hafa verið andfasistar. En þeir höfðu náttúrulega enga hugsjón – aðra en þá að græða peninga.“

Mynd með færslu
 Mynd: Godfather Part II  -  Godfatur Part II
Robert De Nero í hlutverki ungs Vito Corleone, áður en hann varð Don og Guðfaðir.

Einar segir mikila samsvörun á tímabilinu þegar mafíurnar urðu til í Sikiley og Sturlungaöld á Íslandi. „Á Íslandi á 13. öld þegar samfélagið fór í upplausn virðist hafa verið mikil velmegun en á sama tíma ekkert yfirvald og engin lögregla til að halda uppi lögum og reglu. Þannig voldugustu ættarhöfðingjarnir taka sér þau völd sem þeim sýnist, Goðarnir voru eins kona Guðfeður. Svo fara náttúrulega þeir voldustu að bítast um völdin, sem er gömul saga og ný eins og við sjáum í Guðföðurnum.

Bíóást er sýningarröð sígildra bíómynda, mynda sem eiga það sameiginlegt að höfða til breiðs hóps kvikmyndaunnenda og hafa haft áhrif á samtíma sinn og tíðaranda. Hópur kvikmyndaáhugamanna tekur þátt í verkefninu, en fólk úr þeim hópi ræðir hverja mynd fyrir sig.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Bíóást: „Fegurðin í ljótleikanum í forgrunni“

Kvikmyndir

Bíóást: „Hafði mikil áhrif á mig sem ungling“

Kvikmyndir

Bíóást: „Öskrar óskýrt á mann skilaboð“

Kvikmyndir

Bíóást: Líf Annarra