Bergman var heltekinn af tónlistarþránni

Arnbjörg María Daníelsen
 · 
Gautaborg
 · 
Ingmar Bergman
 · 
Klassísk tónlist
 · 
Kvikmyndir
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
 · 
Víðsjá

Bergman var heltekinn af tónlistarþránni

Arnbjörg María Daníelsen
 · 
Gautaborg
 · 
Ingmar Bergman
 · 
Klassísk tónlist
 · 
Kvikmyndir
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
 · 
Víðsjá
Mynd með færslu
13.01.2018 - 08:31.Guðni Tómasson.Víðsjá
Svíar gera ýmislegt forvitnilegt á nýja árinu til að halda upp á að 100 ár verða liðin frá fæðingu kvikmyndaleikstjórans Ingmars Bergaman, 14. júlí næstkomandi. Eitt af því eru tónleikar sem Gautaborgarsinfónían og Kvikmyndahátíð Gautaborgar standa saman að í febrúarbyrjun. Listrænn stjórnandi verkefnisins er Arnbjörg María Daníelssen sem sagði frá tónleikunum í Víðsjá á Rás 1.

Hvaðan kemur tónlistin?

Arnbjörg María Daníelssen hefur stýrt fjölmörgum tónlistarverkefnum á síðustu árum, ekki síst á sviði óperutónlistar en hún er búsett í Berlín. Tónleikarnir sem hún vinnur að þessa dagana með Gautaborgar sinfóníunni bera yfirskriftina Hvaðan kemur tónlistin? - Draumleikur fyrir sinfóníuhljómsveit.

Arnbjörg María segir að Ingmar Bergman hafi verið heillaður af þessari heimspekilegu spurningu um hvaðan tónlistin komi. „Hann beindi spurningunni að sænsku þjóðarinnar seint á ævinni þegar hann gerði útvarpsþátt um ráðgátuna fyrir sænska útvarpið.“

Tónleikarnir sem fara fram í tónleikasal hljómsveitarinnar í Gautaborg verða um margt óvenjulegir. Um er að ræða eins konar lifandi innsetningu með hljómsveitinni. Margmiðlun og myndvörpun í salnum verður nýtt til hins ýtrasta. „Við notum allan tónleikasalinn, vinnum með arkitektúr hússins og höfum m.a. safnað efni á eyjunni Fårö þar sem Bergman bjó.“

Hvaðan kemur tónlistin? Ingmar Bergman var upptekinn að þeirri ráðgátu.

Náin samvinna

Arnbjörg María vill vinna með sinfóníuhljómsveitinni í Gautaborg og sú vinna er óhefðbundin og nánari en gengur og gerist. „Ég vinn með þau eins og viðfangsefni í heimildamynd í rauninni en útkomuna fléttum við síðan inn í lifandi tónleika þar sem við fléttum saman texta, tónlist, hreyfingum og öllu mögulegu, en fókusinn er á einstaklingana í hljómsveitinni.“

Ferill Ingmars Bergmans spannaði rúm 60 ár. Hann var gríðarlega afkastamikill, leikstýrði ríflega 60 kvikmyndum og 170 sviðsverkum. Bergman var heillaður af tónlist og fjallaði um hana og notaði á ýmsan hátt í verkum sínum. Hann var giftur fimm konum um ævina en á árunum 1959 til 1969 var konsertpíanistinn Käbi Laretei eiginkona hans. Arnbjörg María segir Laretei hafa haft mikil áhrif á Bergman og hugmyndir hans um tónlistina.

„Hann var ótrúlega heillaður af tónlistarfólki og var alltaf að sækjast eftir því að átta sig betur á atvinnu tónlistarfólki og í raun komast inn í höfuðið á því. Hann velti fyrir sér, nánast á sjúklegan hátt, hvað felst í að kvelja sjálfan sig með endalausum æfingum og stefna að fullkomnun í tónlist. Þetta kveikti hugleiðingar um hvaðan tónlistin komi og af hverju við gerum tónlist almennt.“

Í viðtalinu hér fyrir ofan er rætt við Arnbjörg um verkefnið og samband hennar við Bergman og verk hans. Tónleikarnir verða haldnir í Gautaborg 2. og 3. febrúar og nánari upplýsingar má skoða hér.