Mynd með færslu
11.01.2018 - 17:48.Bergsteinn Sigurðsson.Kastljós og Menningin
Það er hrottalegt ferli að breyta bók í leikrit, hvað þá þremur bókum í eina sýningu segir Egill Heiðar Anton Pálsson, leikstjóri Himnaríkis og helvítis sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Verkið byggir á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, Himnaríki og helvíti, Harmi englanna og Hjarta mannsins, sem Egill Heiðar segir að hafi tekist að fanga sjálft DNA íslensku þjóðarinnar lýsingu á harðskeyttri lífsbaráttu vestur á fjörðum um aldamótin 1900.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Egill Heiðar Anton Pálsson, leikstjóri Himnaríkis og helvítis

„Sögurnar, þessar þrjár bækur, gerast í svo sterkum heimi,“ segir Egill Heiðar. „Þessir skáldsagnakenndu Vestfirðir eru staður þar sem Jón ákveður að kryfja DNA þessarar þjóðar; hvað var sett inn í okkur. Þessi harða lífsbarátta sem markar ennþá ákveðið atferlismynstur finnst mér rosalega áhugavert.“

Mynd með færslu
 Mynd: Borgarleikhus.is

Bækurnar komu út 2007, 2009 og 2011, á umrótartímum í íslensku þjóðlífi. „Það er ákveðinn endurómur milli bókanna og þess samtíma sem þær eru skrifaðar í en aftur á móti notar Jón Kalman þessa fjarlægð og þetta ímyndaða sögusvið. Bækurnar hverfast um Strákinn, sem hittir samfélag í miklum breytingum. Það eru mikil átök og þau eru kannski ekki milli góðs og ills heldur karllægs og kvenlægs. Hins harða og hins mjúka. Þetta fannst mér áhugavert þema til að taka upp í dag.“

Rætt var við Egil Heiðar sem og leikmyndahönnuði sýningarinnar í Menningunni. Horfa má á innslagið hér að ofan.

Tengdar fréttir

Leiklist

Heil veröld færð á leiksvið

Leiklist

Ein mikilvægasta sýning ársins

Leiklist

Hafið á að tala í samtímann en tekst það ekki

Leiklist

Vantar kraft og frumleika í Hafið