Bara geggjað, þetta var geggjaður leikur

12.01.2018 - 19:29
„Geggjað! Þetta var geggjaður leikur, við vorum geggjað klárir og vel undirbúnir. Við erum með ansi mörg vopn sem Svíarnir virtust ekki vita af og vorum virkilega góðir og heilsteyptur leikur hjá okkur,“ sagði Björgvin Páll markvörður íslenska liðsins en hann átti frábæran dag og varði alls 17 skot í dag, þar af 2 víti. Fleiri viðtöl má sjá hér að neðan.

„Fengum allt með okkur, vörn og markvörslu, keyrðum vel á þá og náðum að koma þeim á óvart. Náðum þessu góða forskoti og héldum því í seinni hálfleik þó við höfum ekkert verið að spila frábæran handbolta,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson en hann var markahæstur í íslenska liðinu með 7 mörk og var á endanum valinn maður leiksins. Fleiri viðtöl má sjá hér að neðan.

„Frábær, sérstaklega varnarlega og Bjöggi var góður í markinu. Við vorum vel undirbúnir eins og þú kannski sást. Þeir skoruðu 8 mörk í fyrri hálfleik sem er ekki neitt miðað við svona gott lið. Sóknarlega vorum við agaðir þannig að þetta var nánast fullkominn hálfleikur,“ sagði Aron Pálmarsson um fyrri hálfleik íslenska liðsins í dag.

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður