Ásgeir – beint á vínyl

Ásgeir - beint á vínyl
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni

Ásgeir – beint á vínyl

Ásgeir - beint á vínyl
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
05.07.2017 - 16:50.Vefritstjórn.Ásgeir - beint á vínyl
Tónlistarmaðurinn Ásgeir, í samstarfi við RÚV og Rás 2, tekur upp eins margar 7“ vínylplötur og hann kemst yfir samfleytt í 24 klukkustundir í hinu sögufræga hljóðveri Hljóðrita í Hafnarfirði. Bein útsending er frá upptökununum á RÚV 2 og RÚV.is í svokölluðu hægvarpi sem hefst kl. 17 miðvikudaginn 5. júlí og lýkur kl. 17 fimmtudaginn 6. júlí.

Ásgeir mun taka einfaldar og öðruvísi útgáfur af eigin lögum og jafnvel fá góðkunn lög eftir aðra listamenn að fljóta með ef sá gállinn er á honum. Lögin verða tekin upp beint á vínyl með vínylskurðarvél og verður því hver útgáfa lags einungis til í einu eintaki og þar af leiðandi er hver vínylplata algjörlega einstakur gripur. Í þessar 24 klukkustundir sem útsendingin varir mun Ásgeir fá til sín nokkra góða gesti sem aðstoða við upptökur eða detta inn í kaffibolla og spjall. 

Til viðbótar við beina útsendingu á RÚV.is og á RÚV 2 verður hægt að horfa á útsendinguna á Youtube-rás Ásgeirs og fylgjast með lýsingu og myndum frá upptökunum á Twitter og Instagram síðum Ásgeirs og RÚV. Rás 2 mun einnig taka virkan þátt í viðburðinum og hlustendur og áhorfendur eru hvattir til að vera með á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #asgeirstraighttovinyl.

Nánar á www.ruv.is/asgeirstraighttovinyl

Tengdar fréttir

Tónlist

Ásgeir tekur upp á vínyl í 24 tíma hægvarpi