Árbæjarsafn 60 ára baðað sólskini

Innlent
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni

Árbæjarsafn 60 ára baðað sólskini

Innlent
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni
12.08.2017 - 20:08.Þórdís Arnljótsdóttir
Árbæjarsafn hefði vart getað verið heppnara með veður en í dag. Það var baðað sólskini gestum til ánægju. 60 ára afmæli safnsins er fagnað um helgina. 

Fjölmargt var á dagskrá fyrir þá sem ekki vildu bara sleikja sólskinið. Til dæmis alvöru fornleifauppgröftur. Þar fengu börn að setja mold í sigti og hrista til þess að athuga hvort ekki leyndust þar forngripir. Hrafnkatla Örk Gunnarsdóttir, 6 ára, fann gamalt brot úr diski að hún taldi: 
„Ég held að þetta hafi verið í einhverju gömlu húsi sem var búið í í gamla daga.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson  -  RÚV
Hrafnkatla Örk Gunnarsdóttir
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson  -  RÚV
Júlía Lóa U. Einarsdóttir

Á meðan sumir leituðu fornleifa bjuggu aðrir þær til, settu dýrgrip í dós, sem þeir mega vitja aftur á Árbæjarsafninu eftir 40 ár.
Júlía Lóa U. Einarsdóttir, 9 ára, var búin að safna ýmsu skarti og fleiru.
Í Hollandi í sumar“, skrifaði hún á miða, sem á að fara í dósina, „Við fórum í H&M og keyptum fyrir 40 þúsund kall. Við keyptum þetta hálsmen.“
En af hverju skyldi hún vilji geyma þetta í 40 ár?
„Því mér þykir mjög vænt um þetta dót og vill eiga eftir þennan tíma.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson  -  RÚV

Gunnar Björn Ólafsson, 6 ára, býr í næsta húsi við Árbæjarsafn. Hann varð fyrir nokkru áfalli í fyrradag: 
Hvað varstu eiginlega að setja í þessa dós? „Myndir og ólina hans Bowie.“ Hans hvers?
„Bowie. Kisuna mína. Hann lenti fyrir bíl, Bowie.“
Saknarðu Bowies?
„Já, ég sakna hans.“
Starfsfólk safnsins saknar kattarins Bowies líka því hann mun hafa verið tíður gestur á safninu. 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson  -  RÚV
Gunnar Björn Ólafsson

Glæsilegar konur í íslenskum búningum eru ómissandi hluti safnsins. En starfsfólk safnsins var nokkuð langt frá því að vera á peysufötum í dag. Stíllinn var 1957, opnunarár safnsins, eða um það bil. 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson  -  RÚV

Á morgun eru gestir hvattir til að mæta í fatnaði í anda sjötta áratugarins og ætlar forsetafrúin að setja keppni um flottasta klæðnaðinn klukkan eitt þar sem vegleg verðlaun verða í boði. Ókeypis aðgangur er á safnið í tilefni afmælisins. Dagskrá morgundagsins má sjá hér.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson  -  RÚV
Pokahlaupið klikkar ekki.
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson  -  RÚV