Árásarmaðurinn í Barselóna hugsanlega fallinn

18.08.2017 - 14:19
epa06148653 Injured people react after a van crashed into pedestrians in Las Ramblas, downtown Barcelona, Spain, 17 August 2017. According to initial reports a van crashed into a crowd in Barcelona's famous Placa Catalunya square at Las Ramblas area
 Mynd: EPA  -  EFE
Spænska lögreglan telur hugsanlegt að sá sem ók hvítum sendiferðabíl á hóp fólks í miðborg Barselóna í gær hafi fallið í skotárás á fimm meinta hryðjuverkamenn í bænum Cambrils í Katalóníu í nótt. Þeir voru skotnir til bana eftir að bíl þeirra var ekið á fólk sem var á ferð í bænum. Einn lét lífið og fimm særðust. Enn er ekki vitað með vissu hver ók bílnum, en böndin hafa borist að sautján ára pilti sem hefur verið leitað frá því í gærkvöld.
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV