Andlát: Sigríður Hrólfsdóttir

08.01.2018 - 07:08
Mynd með færslu
 Mynd: Síminn  -  RÚV
Sigríður Hrólfsdóttir, stjórnarformaður Símans, er látin fimmtug að aldri. Í tilkynningu frá Símanum segir að hún hafi orðið bráðkvödd þegar hún var erlendis með fjölskyldu sinni. Sigríður var stjórnarformaður Símans frá júlí 2013 þegar hún tók sæti í stjórn félagsins.

Í tilkynningunni segir að starfsfólk og stjórn Símans sé harmi slegið yfir þessu óvænta fráfalli og votti fjölskyldu Sigríðar innilega samúð. „Við erum afar þakklát fyrir ósérhlífið framlag Sigríðar til félagsins á undanförnum árum.“

Eftirlifandi eiginmaður Sigríðar er Gunnar Halldór Sverrisson, forstjóri Odda. Hún lætur eftir sig þrjú börn, Halldór Árna , Sverri Geir og Þórunni Hönnu.

Mynd með færslu
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV