Áfram varað við skriðuföllum norðanlands

12.10.2017 - 17:37
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV  -  Ágúst Ólafsson
Mun minna hefur rignt á Tröllaskaga í dag, en spáð hafði verið, og engir teljandi vatnavextir orðið þar. Áfram er þó talin hætta á skriðuföllum en spáð er mikilli rigningu norðantil á morgun.

Það hefur lítið rignt á Siglufirði í dag, en meira í Héðinsfirði og Ólafsfirði. Talsvert rigndi á þessum slóðum í gærkvöld og nótt og mikið vatn var þá í lækjum án þess þó að tjón hlytist af. Vegagerðin hefur haft eftirlit með Siglufjarðarvegi en þar með ströndinni er talsverð skriðuhætta þegar mikið rignir. Engar skemmdir hafa orðið þar.

Veðurstofan varar áfram við vatnsveðri norðanlands og aukinni hættu á skriðuföllum. Spáð er talsverðri úrkomu norðantil á Ströndum og jafnvel mikili rigningu seinnipartinn á morgun. Ný skil koma inn á landið í nótt með meiri úrkomu á þessum slóðum og útlit fyrir talsverða eða mikla úrkomu á annesjum norðantil fram á laugardagsmorgun.

 

Mynd með færslu
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV