Aðgerðir til að bregðast við manneklu

28.09.2017 - 20:43
Mynd með færslu
 Mynd: -  -  Flickr
Hundrað og fimmtíu milljónir verða settar í að hrinda í framkvæmd 12 af 40 tillögum sem aðgerðarteymi í leikskólum og  frístundastarfi lögðu fram í gær. Tillögurnar eru aðgerðir til að bregðast við manneklu. Ennþá vantar starfsmenn í fjölda leikskóla í borginni  

Ekki hefur ennþá verið ráðið í um 83 stöðugildi 64 í leikskólum í Reykjavík né í um 55  stöðugildi á frístundaheimilum. Tvö aðgerðateymi voru fengin til að koma með tillögur til bóta og þau skiluðu 40 tillögum í gær. Auðveldara er að framkvæma 12 þeirra

Skúli Helgason, er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur: „Í gær lagði skóla og frístundaráð til að þessar 12 tillögur færu strax til framkvæmda en það er endanlega afgreiðsla borgarráðs sem að bíður.“

Átta af tillögunum hafa með leikskólana að gera og fjórar lúta að frístundaheimilum. Lagt er t.d. til að setja fjármagn í að umbuna starsfólki, bæta liðsanda, greiða fyrir undirbúningstíma í yfirvinnu, eingreiðslur til stjórnenda svo nokkuð sé nefnt.  
 
„Hvað kostar þetta?  þessar fyrstu tillögur við erum að áætla að þær kosti í kringum 150 milljónir.“
 
Helena Jónsdóttir, leikskólastjóri í Grandaborg, átti sæti í öðru aðgerðateyminu. „Verða tillögurnar til þess að fleiri sækja um stöður á leikskólum?  Ég vona það, ég get ekki gert annað.“

Hluti af tillögunum verða teknar til nánari skoðunar - eru aðgerðir til lengri tíma. Meðal þeirra eru tillögur um fækkun barna á deildum og stytting vinnuviku.

Í nýrri skýrslu frá OECD kemur fram að hvergi eru börn og leikskólakennarar eins lengi í leikskólanum og hér á landi.  „Skýrsla OECD, sem kom út núna 21 júní, hún segir akkúrat þetta að við erum í rauninni bara í starfsumhverfi sem að er eiginlega óviðunandi.“

Búa verði til starfsumhverfi sem er hvetjandi og lætur fólki líða vel. „Og er það ekki svoleiðis núna?  Eins og staðan er -  nei vegna þess að við erum soldið mikið í þessu starfsálagi með mikið af börnum og þar af leiðandi erum við náttúrlega bara að keyra okkur soldið - já út.“
 

 

Bergljót Baldursdóttir
Fréttastofa RÚV