30 fórust í rútuslysi í Kenía

31.12.2017 - 07:34
Erlent · Afríka · Kenía
Mynd með færslu
 Mynd: NN
Þrjátíu létu lífið og sextán slösuðust í hörðum árekstri rútu og flutningabíls á þjóðvegi í suðvesturhluta Kenía um óttubil í nótt að staðartíma, miðnætti að íslenskum tíma. Bílarnir komu úr gagnstæðri átt þegar þeir skullu saman af miklu afli. Báðir bílstjórarnir eru á meðal hinna látnu. Zero Arome, yfirmaður umferðarlögreglu í Rift-dalnum, staðfesti að 30 hefðu látist í slysinu, sem varð nærri borginni Nakuru.

Ekkert hefur verið upplýst um mögulegar orsakir þess að bílarnir skullu saman með þessum hætti, en slysið varð á illræmdum vegarkafla, þar sem um eða yfir 100 manns hafa dáið í umferðarslysum bara í desembermánuði. Um 3.000 manns deyja í umferðarslysum í Kenía á ári hverju.  
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV