18 létu lífið í bílslysi í Gínea-Bissaú

06.01.2018 - 01:21
Mynd með færslu
 Mynd: Nicolas Raymond  -  Flickr.com
18 eru látnir og 14 slasaðir, þar af tíu alvarlega, eftir að smárúta og vöruflutningabíll lentu í árekstri í Gínea-Bissaú í kvöld. AFP fréttastofan hefur eftir sjónarvotti að bílstjóri vöruflutningabílsins hafi misst stjórn á honum á ofsahraða og farið yfir á öfugan vegahelming þar sem hann lenti framan á smárútunni. Þá segja heimildir AFP að fleiri hafi verið í smárútunni en lög gera ráð fyrir.

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV