10 fórust í bílslysi við Acapulco

31.12.2017 - 07:21
epa06410829 A handout photo made available by the Civil Protection of the State shows an automobile accident at kilometer 85 of the Acapulco-Zihuatanejo highway, in the town of Tecpan de Galeana, Guerrero, Mexico, 30 December 2017. A three-vehicle
 Mynd: EPA
Tíu létu lífið og tvennt slasaðist í bílslysi í suðvesturhluta Mexíkós um helgina, ekki langt frá hinni vinsælu ferðamannaborg Acapulco í Guerrero-ríki. Tveir bílar og eitt mótorhjól lentu í árekstri á þjóðveginum skömmu fyrir miðnætti á föstudag að staðartíma. Eldur kom upp á slysstað og mun hafa læst sig í öll þrjú farartækin.

Fimm hinna látnu voru heimamenn en hin fimm voru öll úr sömu bandarísku fjölskyldunni, sem var rétt ókomin á áfangastað í litlum strandbæ þar sem hún hugðist eyða áramótunum. Tveir drengir úr fjölskyldunni, 8 og 18 ára gamlir, lifðu slysið af.

Rúm vika er síðan 12 fórust og 18 slösuðust í rútuslysi á Yucatan-skaga í Mexíkó, aðallega erlent ferðafólk, meðal annars frá Svíþjóð, Ítalíu, Brasilíu og Bandaríkjunum.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV