Fótbolti

Man. City í úrslit enska deildabikarsins

Manchester City tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum ensku deildabikarkeppninnar í fótbolta eftir 3-2 útisigur á B-deildar liðinu Bristol City í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. City hafði betur samanlagt í tveimur leikjum, 5-3.
23.01.2018 - 22:15

Noregur vann Ísland á Spáni

Íslenska kvennalandlsiðið í fótbolta beið lægri hlut fyrir því norska í vináttuleik á La Manga á Spáni í kvöld. Leiknum lauk með 2-1 sigri Noregs. Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir með marki strax á 3. mínútu en tvö mörk Synne Sofie Jensen...
23.01.2018 - 18:53

Mascherano yfirgefur Barcelona

Argentínski fótboltamaðurinn Javier Mascherano er á förum frá Barcelona eftir nærri átta ára dvöl hjá félaginu. Hann er sagður á förum í kínverska boltann til Hebei China Fortune.
23.01.2018 - 16:37

Stelpurnar okkar mæta Noregi klukkan 17

Kvennalandslið Íslands og Noregs í fótbolta mætast í vináttulandsleik á La Manga á Spáni klukkan 17:00. Leikurinn verður sýndur beint á heimasíðu norska knattspyrnusambandsins.
23.01.2018 - 14:51

Fyrrv. þjálfari Hólmfríðar fær að þjálfa áfram

Þjálfarinn sem áreitti Hólmfríði Magnúsdóttur, landsliðskonu í fótbolta, kynferðislega þegar hún lék með Avaldsnes í Noregi, fær að halda núverandi þjálfarastarfi sínu þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Þetta er einróma ákvörðun stjórnar...
23.01.2018 - 10:50

Klopp reifst við áhorfanda eftir tap í Swansea

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool sá sig knúinn til að biðjast afsökunar á að hafa rifist við áhorfanda eftir að liðið tapaði óvænt fyrir Swansea 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Þetta var fyrsta tap Liverpool eftir 18 leikja hrinu án...
23.01.2018 - 09:04

United og Arsenal skiptu á sléttu

Manchester United og Arsenal kynntu í kvöld nýja leikmenn, en Chilebúinn Alexis Sánchez gekk í raðir United frá Arsenal á meðan Lundúnaliðið fékk Armeníumanninn Henrikh Mkhtaryan frá United í staðinn. Hvorugt lið greiddi hinu neitt kaupverð heldur...
22.01.2018 - 21:46

George Weah orðinn forseti Líberíu

George Weah, fyrrverandi knattspyrnuhetja, sór í dag embættiseið sem næsti forseti Líberíu við mikinn fögnuð viðstaddra. Hann tekur við af Nóbelsverðlaunahafanum Ellen Johnson Sirleaf, sem gegndi forsetaembættinu síðastliðin tólf ár.
22.01.2018 - 13:54

Segir Gylfa og Rooney ekki geta spilað saman

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, segir að Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney geti ekki spilað saman því þeir hlaupi ekki nógu hratt. Útlit er fyrir að þeir þurfi að skiptast á í þeim leikjum sem eftir eru á tímabilinu.
22.01.2018 - 10:17

Watford áttunda liðið sem rekur þjálfarann

Enska knattspyrnufélagið Watford rak í dag Portúgalann Marco Silva úr starfi knattspyrnustjóra liðsins. Brottreksturinn kemur í kjölfar 2-0 taps fyrir Leicester í gær. Watford er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 24 umferðir af 38 og með 26...
21.01.2018 - 11:10

Sara Björk meidd - ekki með gegn Noregi

Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Sara Björk Gunnarsdóttir, verður ekki með Íslandi gegn Noregi þegar liðin tvö mætast í æfingaleik á La Manga á þriðjudag.
19.01.2018 - 16:29

Brighton gæti bjargað Lyngby

Danska fótboltafélagið Lyngby Boldklub á nú í viðræðum við enska úrvalsdeildarfélagið Brighton. Svo gæti farið að Brighton tæki yfir rekstri Lyngby og fengi þar með beinan aðgang að leikmönnum í framtíðinni.
19.01.2018 - 11:57

Ísland leikur við Mexíkó í mars

KSÍ hefur nú staðfest að íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar vináttuleik við Mexíkó þannn 23. mars. Leikurinn fer fram á Levi's vellinum í San Francisco, heimavelli ruðningsliðsins San Francisco 49ers.
19.01.2018 - 08:36

Rúrik skiptir um lið í Þýskalandi

Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta, hefur skipt um félag í Þýskalandi og er farinn frá Nürnberg til Sandhausen en bæði leika liðin í næstefstu deild. Rúrik hefur leikið með Nürnberg frá árinu 2015. Hann á að baki 43 A-landsleiki fyrir Ísland...
18.01.2018 - 14:20

Grafalvarleg staða komin upp hjá Lyngby

Mikil óvissa ríkir um framtíð danska knattspyrnufélagsins Lyngby Boldklub. Félagið er í eigu fjárfestingarfélagsins Hellerup Finans sem rambar á barmi gjaldþrots og af þeim sökum hefur hver styrktaraðilinn á fætur öðrum snúið baki við...
18.01.2018 - 13:33