Fjölmiðlar

Þórir Guðmundsson nýr fréttastjóri Stöðvar 2

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is.
19.01.2018 - 10:24

Rannsókn á leka úr Glitni hætt

Héraðssaksóknari er hættur rannsókn á leka úr Glitni banka. Fjármálaeftirlitið kærði lekann til embættisins eftir að fréttir fóru að birtast sem byggja á gögnum úr lekanum. Milli 20 og 30 manns voru teknir til skýrslutöku meðan á rannsókn málsins...
18.01.2018 - 16:44

Hæst hlutfall auglýsingafjár til vefmiðla

Í fyrsta sinn varði auglýsingastofan Pipar/TBWA mestum hluta birtingafjársins í auglýsingar á vefmiðlum í fyrra. Um þriðjungur af birtignafé stofunnar var varið í ýmis konar vefmiðla. Dagblöð, sem áður tóku mest til sín af auglýsingafé Pipars/TBWA,...
17.01.2018 - 06:07

Saka Wall Street Journal um falskar fréttir

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu er því vísað á bug að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi sagt að hann ætti „líklega ágætis samband við Kim Jong-Un" leiðtoga Norður Kóreu, í viðtali við blaðamann Wall Street Journal, sem birt var á fimmtudag....
14.01.2018 - 05:25

Hættir ritstjórn vegna launamisréttis BBC

Carrie Gracie, ritstjóri breska ríkisútvarpsins í Kína, sagði starfi sínu lausu í gær og sakaði ríkisútvarpið um kynlæga launastefnu. Hún segir í opnu bréfi að ólögleg leyndarhyggja hafi hvílt yfir launastefnu stofnunarinnar.
08.01.2018 - 04:03

Skjalaheiti úr Glitni gætu birst í dómi

Heiti á skjölum sem Héraðssaksóknari telur að hafi verið stolið úr Glitni og komið til fjölmiðla gætu birst í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þrotabús Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media. Lögmaður fjölmiðlanna segir að með því opinberi...
06.01.2018 - 18:18

Þurfa ekki að svara spurningum um heimildir

Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, synjaði beiðni Ólafs Eiríkssonar, lögmanns Glitnis HoldCo, um að hann úrskurðaði að vitni þyrftu að svara efnislega spurningum um heimildir sem fréttaflutningur Stundarinnar og Reykjavík...
05.01.2018 - 11:10

Úrskurðað um hvort upplýsa skal um heimildir

Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavík Media neita að svara öllum spurningum um hvaða heimildir fjölmiðlarnir hafa undir höndum, hvaðan þeir fengu þær og hvernig hefur verið unnið úr þeim. Þetta gerðu þeir í aðalmeðferð lögbannsmáls sem Glitnir HoldCo...
05.01.2018 - 10:26

Lögbannsmál tekið fyrir í héraðsdómi

Aðalmeðferð fer fram í dag í staðfestingarmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavík Media vegna lögbanns sem Sýslumaðurinn á höfðborgarsvæðinu setti á fréttaflutning fjölmiðlanna. Stundin vann í samstarfi við Reykjavík Media fréttir sem...
05.01.2018 - 07:45

Logi getur byrjað í útvarpi í vor

Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður og forsvarsmenn 365 miðla hafa komist að samkomulagi um starfslok hans. Samkvæmt því getur Logi snúið til annarra starfa í fjölmiðlum í tvennu lagi á næstu mánuðum. Hann getur hafið störf í útvarpi fyrir Árvakur...
28.12.2017 - 17:43

Taka þurfi á rekstrarvanda og atgervisflótta

Bæta þarf stöðu einkarekinna fjölmiðla, sögðu þeir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, í Morgunútvarpinu á Rás 2. Þeir voru þó ósammála um aðgerðir. Óli Björn hefur lagt til að...
28.12.2017 - 10:38

Vilja þrengja að lögbönnum á fjölmiðla

Þingmenn Pírata hafa lagt fram á Alþingi frumvarp sem ætlað er að takmarka möguleika fólks til að fá lögbann á umfjöllun fjölmiðla. Verði frumvarpið að lögum getur sýslumaður ekki lengur sett lögbann á fjölmiðlaumfjöllun, heldur verður í öllum...
20.12.2017 - 21:46

65 fréttamenn drepnir á þessu ári

65 frétta- og fjölmiðlamenn voru myrtir eða dóu við skyldustörf það sem af er árinu 2017, samkvæmt árlegri skýrslu Fréttamanna án landamæra (RSF) sem birt var í morgun. Þar af eru 50 manns sem hafa blaða- og fréttamennsku að aðalatvinnu, og hafa...
19.12.2017 - 07:06

Pressan gjaldþrota

Pressan ehf. var í dag tekin til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson, stjórnarformaður félagsins, í samtali við fréttastofu. Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu.
13.12.2017 - 17:06

Lögbannskröfu Glitnis frestað um viku

Fyrirtöku á lögbannskröfu þrotabús Glitnis á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavik Media úr gögnum frá Glitni var frestað um viku. Lögmaður Glitnis fór fram á aukinn frest til gagnaöflunar.
11.12.2017 - 15:09