Ferðaþjónusta

Aftur snúið frá Akureyri vegna veðurs

Þotu Enter-Air sem lenda átti á Akureyrarflugvelli um eittleytið var snúið til Keflavíkur vegna veðurs. Með þotunni eru farþegar frá Bretlandi á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break. Þetta er önnur ferðin af þremur þar sem þota með farþegum...
19.01.2018 - 14:30

Færri ferðamenn en spáð var

Greiningardeild Arion banka útilokar ekki að viðskiptahalli verði á fjórða ársfjórðungi 2017, í fyrsta sinn frá 2014. Erlendum ferðamönnum fjölgaði minna en spár gerðu ráð fyrir og eyddu jafnframt minna.
17.01.2018 - 08:11

Ferðaþjónustan komin yfir táningsaldurinn

Færri ferðamenn komu til landsins síðustu mánuði síðasta árs en spáð hafði verið og þeir eyddu minna fé en væntingar voru um. Þetta er niðurstaða Greiningardeildar Arionbanka af tölum um ferðamannafjölda og kortaneyslu síðustu þrjá mánuði síðasta...
16.01.2018 - 11:56

Okurfréttir hjálpa ferðamönnum að undirbúa sig

Ferðamálastjóri segir að umfjöllun um Ísland sem dýrt ferðamannaland gefi ferðamönnum færi á að búa sig betur undir verðlagið hér. Þýska blaðið Die Welt sagði frá því fyrir helgi að Ísland væri langdýrasta ferðamannaland í Evrópu samkvæmt tölum...
15.01.2018 - 08:13

Akureyrarflugvöllur kominn að þolmörkum

Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir líklegt að flugfélög hætti við að fljúga um Akureyrarflugvöll ef aðstaðan verður ekki bætt. Ferðamálaráðherra hyggst beita sér fyrir því að aðflugsbúnaður verði settur upp á vellinum. 
13.01.2018 - 11:56

Snjór tefur ylströnd við Urriðavatn

Snjór hefur komið í veg fyrir að fulltrúar Minjastofnunar geti skoðað svæði við Urriðavatn í Fljótsdalshéraði þar sem til stendur að gera ylströnd. Umsögn Minjastofnunar er hins vegar skilyrði fyrir því að heimilt sé að hefja framkvæmdir á svæðinu.
05.01.2018 - 13:10

Vill skapa stöðugleika í ferðaþjónustunni

Nýr ferðamálastjóri vill skapa stöðugleika í ferðaþjónustunni, sem sé ung atvinnugrein. Hann vill að fyrirtæki séu dreifð um allt land og vill tryggja heilsársstörf. Ferðamálastjóri segir mikilvægt að vinna greiningarvinnu og safna upplýsingum fyrir...
04.01.2018 - 16:52

Dægurmetið féll - 27,8 gráðu frost við Mývatn

Fjórtán ára gamalt dægurmet féll í dag þegar frostið fór niður í 27,8 gráður við Mývatn. Ferðamönnum við vatnið var afar kalt, en sveitarstjóri Mývetninga brá sér í áramótabað í Jarðböðunum.
29.12.2017 - 19:11

535 milljarða gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu

Heildargjaldeyristekjur af íslenskri ferðaþjónustu eru áætlaðar um 535 milljarðar króna á þessu ári, sem er ríflega 15 prósentum meira en á síðasta ári. Fréttablaðið greinir frá þessu með vísan í spá Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF. 535 milljarðar...
27.12.2017 - 05:46

Fámenni á Keflavíkurflugvelli í dag

Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er með allra minnsta móti í dag, þrjár komur og þrjár brottfarir. Fjöldi Íslendinga sem fer úr landi síðustu dagana fyrir jól fer stigvaxandi.
25.12.2017 - 11:50

Nýhættur Sólheimastjóri í sjóböð á Eyrarbakka

Guðmundur Ármann Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sólheima, hefur fengið vilyrði frá bæjarráði Árborgar fyrir landi við höfnina á Eyrarbakka og í fjörunni vestan hennar þar sem hann ætlar að koma upp baðhúsi með sjóböðum. Þá hyggst hann reka...
24.12.2017 - 17:09

Færri á hótelum, fjölgun hjá Airbnb

Það er óviðunandi að menn fái óáreittir að bjóða upp á heimagistingu án þess að greiða af því skatta og gjöld, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Seldum gistinóttum í heimagistingu á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um átján prósent í...
22.12.2017 - 18:58

Hafa ályktað um Dettifossveg á fimm aðalfundum

Fimm sinnum frá árinu 2010 hefur, á aðalfundum Eyþings, verið ályktað um mikilvægi þess að byggja upp nýjan Dettifossveg. Þá hefur Markaðsstofa Norðurlands reglulega ítrekað mikilvægi vegarins fyrir ferðaþjónustuna á Norðausturhorni landsins.
21.12.2017 - 10:26

Vilja Dettifossveg fullkláraðan sumarið 2019

Húsavíkurstofa og Norðurhjari hvetja Alþingi til að beita sér fyrir því að Dettifossvegur verði fullkláraður í síðasta lagi sumarið 2019. Þar er sérstaklega talað um átta kílómetra kafla frá Súlnalæk og norður yfir Vesturdal, en fjármögnun á þeim...
20.12.2017 - 15:54

Getur ekki beðið lengur eftir Dettifossvegi

Hótelstjórinn í Skúlagarði í Kelduhverfi er hættur rekstri og lokar hótelinu um áramót. Hann segist hafa gefist upp á að bíða eftir Dettifossvegi og fleiri nauðsynlegum umbótum sem skorti í þessum hluta sveitarfélagsins Norðurþings. Hann óttast að...
20.12.2017 - 13:09