Eyjafjarðarsveit

Gera útivistarsvæði ofan Hrafnagils

Eyjafjarðarsveit keypti nýverið skóglendi ofan Hrafnagilshverfis í Eyjafirði. Til stendur að nýta svæðið betur til útivistar og ætlar sveitarfélagið að ráðast í framkvæmdir þar á næstunni. Efnt hefur verið til hugmyndasamkeppni um nýtingu skógarins...
11.01.2018 - 14:54

Tóku málið aftur upp samdægurs

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur beðið um endurmat á málefnum konu sem hafði óskað eftir akstursþjónustu vegna lögblindu. Farið var fram á það sama dag og úrskurðarnefnd velferðarmála felldi synjun sveitarfélagsins úr gildi.
08.01.2018 - 14:19

Máttu ekki synja lögblindri konu um akstur

Eyjafjarðarsveit braut á réttindum lögblindrar konu með því að synja henni um akstursþjónustu. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar velferðarmála. Málinu hefur verið vísað aftur til sveitarfélagsins.
08.01.2018 - 11:35

Gert að taka aftur fyrir mál blindrar konu

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur gert Eyjafjarðarsveit að taka aftur fyrir mál blindrar konu en sveitarfélagið synjaði beiðni hennar um ferðaþjónustu fatlaðra. Konan kvaðst hafa óskað eftir akstursþjónustu frá sveitarfélaginu frá árinu 2012 en...
05.01.2018 - 15:24

Berghlaup og flóðbylgja á 1000 ára fresti

Mest hætta er á berghlaupi og flóðbylgju, líkt og varð á Grænlandi, á Mið-Norðurlandi, Austfjörðum og Vestfjörðum. Talið er að fjörutíu metra há flóðbylgja hafi myndast á Eyjafirði í Víkurhólahlaupinu.
29.06.2017 - 19:34

35.000 rúmmetrar af steypu í Vaðlaheiðargöngum

Þrjátíu þúsund rúmmetra að steypu þarf í Vaðlaheiðargöng og fimmtíu kílómetra af lögnum. Gert er ráð fyrir að göngin verði opnuð síðla næsta sumar. Byggður verður vegskáli yfir vegaspotta að göngunum Fnjóskadalsmegin til að koma í veg fyrir að...

Merkasti kumlafundur í rúma öld

Allt bendir til þess að kona hafi hvílt í einu kumlanna sem fornleifafræðingar rannsaka nú á Dysnesi við Eyjafjörð. Kumlin eru svo stór að rúm öld er síðan jafnmerk kuml fundust.
27.06.2017 - 17:31

„Þetta er algjör baktería“

„Þetta er algjör baktería, þegar maður byrjar einu sinni þá er voða erfitt að sleppa.“ Þannig lýsir Anna María Hjálmarsdóttir, formaður Freyvangsleikhússins í Eyjafjarðarsveit, leiklistaráhuganum sem hefur gripið hana eins og svo marga aðra.
13.03.2017 - 11:36

Eyfirðingar gefa 2,5 milljónir í góðgerðarmál

Átta stéttarfélög í Eyjafirði afhentu Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðishernum og Rauða krossinum styrk í dag upp á tvær og hálfa milljón króna. Styrkurinn verður notaður í samstarfsverkefni með það að markmiði að...
22.12.2016 - 15:33

Ofbeldismálum tengdum eyfirskum börnum fjölgar

Barnaverndarmálum á Akureyri og nágrenni hennar hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Mest hefur tilkynningum frá lögreglu fjölgað, en einnig alvarlegum málum eins og kynferðisbrota- og vanrækslumálum. Unglingapartý eru þó nánast úr sögunni, samkvæmt...

Sveitarstjóri þar sem hann var áður í sveit

Ólafur Rúnar Ólafsson var í gær ráðinn sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar. Hann tekur við starfinu í vor þegar Karl Frímannsson lætur af starfi að eigin ósk til að vinna að skólamálum. Ólafur Rúnar er fertugur hæstaréttarlögmaður sem hefur sinnt...
04.03.2016 - 16:42

„Þetta er tilfinningalegt tjón“

Tjón vegna eldsvoðans sem varð í garðyrkjustöð í Eyjafirði í nótt er metið á að minnsta kosti annan tug milljóna króna. Ábúendur segja tjónið ekki bara fjárhagslegt heldur einnig tilfinningalegt.
18.03.2015 - 19:45

Hætta að bora Eyjafjarðarmegin

Ekki er lengur sprengt fyrir Vaðlaheiðargöngum Eyjafjarðarmegin, vegna mikils hita og raka í göngunum. Tæki og tól hafa verið flutt í Fnjóskadal og á næstu dögum verður byrjað að sprengja þeim megin.
04.09.2014 - 13:07

Gæðin aukast ár frá ári

Ein af elstu handverkshátíðum landsins, Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit, er haldin nú um helgina. Framkvæmdastjórinn segir að í hvert sinn megi sjá fjölda nýjunga og gæði handverksins aukist ár frá ári.
10.08.2014 - 18:21

Vilja ekki loftlínu í Eyjafirði

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar leggst gegn því að Landsnet leggi 220 kílóvolta háspennulínu í lofti þvert yfir fjörðinn. Sveitarfélagið hefur í samstarfi við Akureyrarbæ boðist til að hanna leið fyrir jarðstreng sem yrði álíka dýr og loftlína.
07.08.2014 - 23:20