Evrópa

Skuld Air Berlin lægri en virði vélarinnar

Flugvél þýska flugfélagsins Air Berlin, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli á fimmtudagskvöld, er enn á vellinum. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að vélin fari hvergi fyrr en skuld þýska félagsins við Isavia verði greidd....
21.10.2017 - 14:30

Bretar þykjast fá í magann eftir frí á Kanarí

Spænska lögreglan greindi frá því í gær að rúmlega 800 Bretar hefðu gert sér upp veikindi í fríi á Kanarí-eyjum til að svíkja út bætur. Þeir segjast hafa fengið matareitrun og fá lögfræðistofur til að bæta sér tjón sem þeir hafi orðið fyrir.
21.10.2017 - 13:37

Rajoy sviptir Katalóníu sjálfstjórn

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur virkjað 155. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að spánarstjórn geti svipt Katalóníu sjálfstjórn. Rajoy sagði í ræðu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að stjórn Katalóníu yrði komið aftur í eðlilegt...
21.10.2017 - 11:51

Fyrirtæki flytja höfuðstöðvar frá Barcelona

Nær tólf hundruð fyrirtæki hafa fært skráðar höfuðstöðvar sínar frá Barcelona síðan deilan milli Katalóníustjórnar og ríkisstjórnar Spánar tók að harðna í byrjun þessa mánaðar. Freyðivínsframleiðendur og lyfjafyrirtæki, núðlugerð og bankar eru á...
21.10.2017 - 04:55

Segir Katalóníu nauðsynlegan hluta Spánar

Filippus Spánarkonungur segir að Katalónía sé og verði áfram mikilvægur og nauðsynlegur hluti Spánar. Hann segir að tilraunir Katalóna til að slíta sig frá Spáni séu óásættanlegar. Hann flutti tilfinningaþrunga en harðorða ræðu
20.10.2017 - 20:52

Tugir féllu í sjálfsmorðsárás í Kabúl

Minnst þrjátíu létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás inni í mosku í Kabúl, höfuðborg Afganistans, á þriðja tímanum í dag. Reuters fréttastofan hefur eftir afgönsku lögreglunni að óttast sé að fleiri hafi látið lífið. Byssumaður réðist inn í sjíta-...
20.10.2017 - 15:00

Húsleit hjá BMW vegna gruns um samráð

Húsleit var gerð í höfuðstöðvum þýska bílarisans BMW vegna gruns um brot á reglum um samráð. Ásakanir um samráð eru högg fyrir þýska bílaframleiðendur sem biðu mikinn álitshnekki 2015 þegar í ljós kom að þeir höfðu svindlað á útblástursprófunum.
20.10.2017 - 14:25

Laug á sjálfan sig 30 morðum og krefst bóta

Sture Bergwall, maður sem áður hét Thomas Quick hefur krafið sænska ríkið um 15 milljónir sænskra króna, rúmlega 190 milljónir íslenskra króna. Lögmaður hans segir í viðtali við sænska sjónvarpið að Bergwall krefjist bóta fyrir þær sálrænu þjáningar...
20.10.2017 - 12:59

Mannréttindabrot stefna fjárstuðningi í hættu

Evrópusambandið hyggst draga úr fjárhagsstuðningi við Tyrkland vegna „fullkomlega óásættanlegs ástands í mannréttindamálum“ eins og Angela Merkel, Þýskalandskanslari, orðar það. Merkel hrósar Tyrkjum aftur á móti fyrir „framúrskarandi“ frammistöðu í...
20.10.2017 - 06:56

Tveir særðir í skotárás í Stokkhólmi

Tveir menn særðust í skotárás í Enskede-hverfinu í suðurborg Stokkhólms í gærkvöld. Voru þeir fluttir hvor á sitt sjúkrahúsið. Ekki hefur verið upplýst hversu alvarleg sár þeirra eru. Lögregla fjölmennti á vettvang þegar tilkynning barst um...
20.10.2017 - 03:34

43 látnir í skógareldum í Portúgal

Staðfest er að 43 hafa látið lífið í miklum skógareldum sem geisað hafa í norður-og miðhluta Portúgals í vikunni. Skógareldarnir náðu yfir landamærin til Spánar þar sem fjórir hafa látið lífið.
19.10.2017 - 22:45

Hafa áhyggjur af fækkun fljúgandi skordýra

Skordýrarannsókn sem gerð var á 63 náttúruverndarsvæðum í Þýskalandi yfir 27 ára tímabil bendir til þess að fljúgandi skordýrum hafi fækkað um yfir 75 prósent á tímabilinu. Niðurstöður rannsóknarinnar þykja sérstaklega mikið áhyggjuefni einmitt...
19.10.2017 - 21:38

Katalónía verður svipt sjálfsstjórn

Forsætisráðherra Spánar segir að heimastjórn Katalóníu verði svipt sjálfsstjórn á laugardag eftir að forseti heimastjórnar Katalóníu hafnaði því í morgun að verða við kröfum ríkisstjórnar Spánar og draga yfirlýsingu um sjálfstæði Katalóníu tilbaka....
19.10.2017 - 08:45

Fyrsta konan í embætti utanríkisráðherra

Ine Eriksen Søreide, núverandi varnarmálaráðherra Noregs verður næsti utanríkisráðherra landsins og þar með fyrsta konan sem gegnir því embætti. Norska ríkisútvarpið, NRK, greinir frá þessu. Þar með verða þrjú valdamestu embættin í norsku...
19.10.2017 - 05:46

Mladic dæmdur í næsta mánuði

Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag kveður í næsta mánuði upp dóm yfir Ratko Mladic Mladits], fyrrverandi æðsta yfirmanni hers Bosníu-Serba. Hann var ákærður í ellefu liðum fyrir þjóðarmorð og stríðsglæpi. Þar á meðal er fjöldamorðið í...
18.10.2017 - 13:45