Evrópa

Kona lést í jarðskjálfta á Ítalíu

Kona lést og eins er saknað eftir að jarðskjálfti af stærðinni fjórir reið yfir ítölsku eyjuna Ischia í dag. Björgunaraðgerðir eru í fullum gangi og hefur þegar tekist að bjarga nokkrum undan rústunum. 
22.08.2017 - 03:29

Ökumaður sendibílsins fallinn

Lögregla í Katalóníu skaut í dag til bana Younes Abouyaaqoub, sem hafði verið leitað undanfarna daga. Talið er að hann hafi verið undir stýri þegar sendiferðabíl var ekið á hóp fólks í miðborg Barselóna á fimmtudaginn var. Lögregan staðfesti...
21.08.2017 - 16:17

Ökumaður sendibílsins handtekinn

Yones Abouyaaqoub, sem talið er að hafi verið undir stýri þegar sendibíl var ekið á fjölda fólks í Barselóna í síðustu viku, var handtekinn í dag. Dagblaðið La Vanguardia í Barselóna greindi frá þessu fyrir stundu. Þar segir að Abouyaaqoub hafi...
21.08.2017 - 14:59

Forsetafrúin fær opinbert hlutverk

Brigitte Macron, eiginkona forseta Frakklands, fær opinbert hlutverk, að því er forsetaskrifstofan í París greindi frá í dag. Henni verður falið að vera fulltrúi Frakklands á opinberum vettvangi. Hún fær þó hvorki laun fyrir starfann né að ráða sér...
21.08.2017 - 13:21

Fórnarlömb árásanna í Katalóníu orðin fimmtán

Fimmtán eru látnir eftir hryðjuverkin í Katalóníu á Spáni í síðustu viku. Yfirvöld í héraðinu skýrðu frá því í dag að ódæðismennirnir hefðu verið að verki þegar maður var stunginn til bana í bíl í Barselóna. Tekist hefur að bera kennsl á alla sem...
21.08.2017 - 12:07

Ekið á hóp fólks í Marseille

Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að bíl var ekið á hóp fólks á strætisvagnabiðstöð í Marseille í Frakklandi í dag. Bílstjórinn var handtekinn skömmu síðar. Ekki liggur fyrir hvort hann ók viljandi á fólkið eða missti stjórn á bílnum...
21.08.2017 - 09:57

106 ára hælisleitanda vísað frá Svíþjóð

Elsta hælisleitanda heims hefur verið gert að fara aftur til Afganistan frá Svíþjóð. Hún flúði heimalandið ásamt fjölskyldu sinni árið 2015, en sonur hennar og barnabarn skiptust á að halda á henni yfir fjallgarða á leið sinni til Evrópu.
21.08.2017 - 06:17

Vill að sonur sinn gefi sig fram við lögreglu

Ættingjar og vinir Younes Abouyaaqoub, mannsins sem grunaður er um að hafa ekið á fólk á Römblunni í Barselóna á fimmtudag, ræddu við fjölmiðla í dag. Bandaríska NBC fréttastofan hefur eftir móður hans að hún vilji að hann gefi sig fram við lögreglu...
20.08.2017 - 23:44

Merkel: Tyrkir skuli ekki misnota Interpol

Dómstólar á Spáni ákváðu í dag að sleppa tyrkneska rithöfundinum Dogan Akhanli úr haldi, þó lausnin væri skilorðsbundin. Akhanli er talinn andstæðingur Erdogans Tyrklandsforseta og hefur mikið skrifað um mannréttindi í Tyrklandi. Var hann handtekinn...
20.08.2017 - 18:36

Auka eftirlit með útleigu bifreiða

Spænska lögreglan leitar enn að meintum árásarmanni hryðjuverkaárásarinnar í Barselóna á fimmtudag. Þá berast böndin að trúarleiðtoga sem talinn er vera höfuðpaur hryðjuverkasellunnar sem skipulagði ódæðið. Í Bretlandi stendur til að herða eftirlit...
20.08.2017 - 12:12

Syrgja fórnarlömb hryðjuverkanna í Barselóna

Filipus konungur Spánar og Letizia drottning eru við sérstaka messu í Sagrada Familia-kirkjunni víðfrægu í Barselóna í dag. Er hún haldin til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárásum þar í landi í vikunni. Þrettán létust þegar sendiferðabíl...
20.08.2017 - 09:35

Leita umsjónarmanns hryðjuverkasellunnar

Spænska lögreglan beinir nú sjónum sínum að múslimskum trúarleiðtoga í bænum Ripoll. Taldar eru líkur á að hann hafi átt þátt í að breiða út öfgahyggju meðal safnaðar síns og hafi haft umsjón með hryðjuverkasellunni sem lögreglan leysti upp í gær.
20.08.2017 - 07:16

Þrír látnir af skotsárum í Svíþjóð

Þrír voru skotnir til bana í Svíþjóð á rétt um sólarhring um helgina að sögn lögreglunnar þar í landi. Samkvæmt sænska ríkissjónvarpinu, SVT, lést maður af skotsárum í gærkvöld við bæinn Borås. Þá var maður skotinn til bana í Tensta, norðvestur af...
20.08.2017 - 05:45

Nýnasistar hraktir af leið í Berlín

Um eitt þúsund manns stóðu í vegi nýnasista í Berlín í dag, þar sem þeir hugðust ganga að fangelsinu í Spandau og minnast Rudolf Hess. Hess fyrirfór sér í fangelsinu fyrir 30 árum. Fjölmennt lið óeirðarlögreglu hélt nýnasistunum og mótmælendum...
20.08.2017 - 01:32

Andstæðingur Erdogans handtekinn á Spáni

Andstæðingur Erdogans Tyrklandsforseta var handtekinn í spænsku borginni Granada í dag. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um ástæðu handtökunnar, aðrar en þær að hann var handtekinn að beiðni tyrkneskra stjórnvalda.
19.08.2017 - 23:37
Erlent · Evrópa · Spánn · Tyrkland