Erlent

Biðtími eftir byssum bjargar mannslífum

Bandarísk lög, sem snúa að því að kaupendur fái ekki skotvopn strax í hendurnar og þau eru keypt, gætu bjargað 1660 mannslífum á ári ef þau yrðu tekin upp í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Lögin fækka morðum með byssum um allt að 17% á ári. Þetta er...
17.10.2017 - 18:18

Saakashvili gagnrýnir Porósjenkó

Mikheil Saakashvili, fyrrverandi forseti Georgíu, gagnrýndi Petro Porósjenkó, forseta Úkraínu, á útifundi við þinghúsið í Kænugarði í dag. Porósjenkó yrði að hrinda í framkvæmd umbótum og aðgerðum gegn spillingu ellegar fara frá völdum. 
17.10.2017 - 16:34

Handtökur í Frakklandi

Tíu hafa verið handteknir í Frakklandi grunaðir um samsæri um að myrða þarlenda stjórnmálamenn.
17.10.2017 - 16:25

Vígamenn hafa misst 90 prósent yfirráðasvæða

Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa misst nærri 90 prósent þeirra svæða sem þau réðu yfir sumarið 2014 þegar þau lýstu yfir stofnun kalífadæmis í Írak og Sýrlandi.
17.10.2017 - 15:59

Vél Primera Air snúið við vegna bilunar

Vél Primera Air, sem var á leið frá til Keflavíkur frá Alicante á Spáni, var snúið við skömmu eftir flugtak vegna viðvörunarljóss sem benti til bilunar í hreyfli vélarinnar. Farþegar bíða í flugstöðinni en óvíst er hversu lengi flugið heim tefst.
17.10.2017 - 15:43

Umdeild réttarhöld hefjast í næstu viku

Ellefu mannréttindafrömuðir verða leiddir fyrir rétt í Tyrklandi í næstu viku sakaðir um hryðjuverkastarfsemi, þeirra á meðal tveir helstu forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Amnesty International í landinu. Tyrkneskir ríkisfjölmiðlar greindu frá...
17.10.2017 - 15:32

Um 580.000 Rohingjar flúnir til Bangladess

Um 582.000 Rohingjar hafa flúið ofsóknir hersins í Rakhine-héraði í Mjanmar til Bangladess síða 25. ágúst. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá þessu í morgun.
17.10.2017 - 12:34

Japönsk herþyrla hvarf af ratsjá

Fjögurra japanskra hermanna er saknað eftir að herþyrla hvarf af ratsjá við æfingaflug á Kyrrahafi. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni hersins að þyrlan, sem er af gerðin Black Hawk, hafi horfið af ratsjá fyrir um þremur klukkustundum, í kringum...
17.10.2017 - 12:22
Erlent · Asía · Japan

Hreinsun hafin eftir Ófelíu

Hreinsun er hafin á Bretlandseyjum eftir að óveðurslægðin Ófelía gekk þar yfir í gær. Þrír fórust í óveðrinu á Írlandi.
17.10.2017 - 12:16

Fleiri en 60 féllu í árásum Talibana

Fleiri en 60 féllu í tveimur árásum Talibana í Afganistan í morgun. Mannskæðari árásin var í Gardez, höfuðstað Paktia-héraðs, þar sem minnst 33 létu lífið og um 160 særðust.
17.10.2017 - 11:04

SDF hefur náð allri borginni Raqa

Lýðræðisfylkingin, SDF, bandalag vopnaðra sveita Kúrda og araba, hafa náð á sitt vald allri borginni Raqa, sem var höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins í Sýrlandi.
17.10.2017 - 10:39

Annað flugslysið á nokkrum dögum

Flugmaður lést þegar spænsk orrustuþota af gerðinni F-18 fórst í flugtaki frá herflugvelli nærri Madrid, höfuðborg Spánar, í morgun. Þetta er í annað skipti á nokkrum dögum sem herflugvél ferst á Spáni.
17.10.2017 - 10:24

Stjórnarherinn nær völdum á Marawi

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segir stjórnarher sinn hafa náð að frelsa borgina Marawi úr klóm hryðjuverkamanna. Vígamenn hliðhollir Íslamska ríkinu náðu borginni á sitt vald í maí og hafa bardagar staðið yfir í henni síðan þá. Þúsund manns...
17.10.2017 - 07:01

Hryðjuverkamenn felldir í Jemen

Tugir vígamanna Íslamska ríkisins voru felldir í aðgerð Bandaríkjahers í Jemen í gær. Sprengjum var varpað á þjálfunarbúðir vígasveitarinnar í Al-Bayda, þar sem nýir vígamenn eru þjálfaðir áður en þeir eru sendir á vígvöllinn. AFP fréttastofan...
17.10.2017 - 05:43

16 ára skotinn til bana í Kaupmannahöfn

16 ára drengur var skotinn til bana í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Lögregla var kölluð út vegna tilkynningar um skothvelli við Ragnhildgade á mörkum Norðurbrúar og Austurbrúar um níuleytið að staðartíma. Við komuna fann lögreglan 16 ára gamlan dreng í...
17.10.2017 - 04:49