Erlent

Sjálfsmorðsárás í messu í Pakistan

Að minnsta kosti fimm eru látnir og fimmtán særðir eftir sjálfsmorðsárás í borginni Quetta í suðvesturhluta Pakistan. Tveir árásarmenn réðust á kirkju meþódista þar í borg meðan á messu stóð nú þegar aðeins átta dagar eru til jóla. Þetta hefur...
17.12.2017 - 10:33

Áforma að nota fentanýl við aftökur

Tvö ríki Bandaríkjanna, Nevada og Nebraska, áforma að nota hið öfluga verkjalyf fentanýl til að taka dauðadæmda fanga af lífi. Á sama tíma er herferð í gangi í Bandaríkjunum gegn misnotkun lyfsins, sem orðin er að faraldri þar vestra. Um 20.000...
17.12.2017 - 07:18

Minnst fimm fórust í aurskriðum í Chile

Gríðarmiklar aurskriður urðu minnst fimm manneskjum að fjörtjóni í suðurhluta Chile á laugardag og færðu lítið þorp á kaf í aur og leðju að miklu leyti. Fimmtán er enn saknað. Nokkrar aurskriður féllu úr hlíðum fjalla umhverfis dal nokkurn í...
17.12.2017 - 05:26

Æðsti aðmíráll Argentínu rekinn

Æðsti aðmíráll Argentínuflota hefur verið látinn taka poka sinn vegna hvarfsins á kafbátnum San Juan í Suður-Atlantshafi í nóvember. Oscar Aguad, varnarmálaráðherra Argentínu, knúði aðmírálinn, Marcelo Srur, til að láta af embætti og fara á...
17.12.2017 - 02:16

Skotárás í Malmö

Ungur maður særðist þegar ráðist var á hann í Malmö á Skáni í kvöld. Talið er að ungi maðurinn hafi orðið fyrir skoti og þótt hann hafi ekki særst alvarlega stendur lögregla vörð um sjúkrahúsið sem hann var fluttur á, því hætta er talin á að sóst...
17.12.2017 - 02:10

Skógareldar í Kaliforníu færast enn í aukana

Stjórnvöld í Kaliforníuríki hafa fyrirskipað rýmingu enn stærra svæðis í Santa Barbara-sýslu í Kaliforníu, en fjölda fólks hafði þegar verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skógareldsins Thomasar sem þar geisar. Eldurinn var aðeins farinn að...
16.12.2017 - 23:47

Vilja að öryggisráðið álykti gegn Trump

Egyptar hafa dreift tillögu að ályktun meðal fulltrúa þeirra ríkja sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem brugðist er við þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Í tillögunni segir að...
16.12.2017 - 20:28

Arftaki ættarveldisins tekur við formennsku

Rahul Gandhi var í dag sjálfkjörinn í embætti leiðtoga Congress-flokksins á Indlandi. Þar með fetar hann í fótspor móður sinnar, föður, ömmu og langafa sem öll veittu flokknum forystu á sínum tíma. Þrjú þeirra gegndu embætti forsætisráðherra...
16.12.2017 - 16:54

Flóknar viðræður og mikil tímapressa

Eiginlegar viðræður um samskipti Breta við Evrópusambandið hefjast snemma á næsta ári. Það er ljóst eftir að leiðtogaráð ESB féllst á að nægilegur árangur hefði náðst í viðræðum um viðskilnað Bretlands. Áætlun Evrópusambandsins og Breta um útgönguna...
16.12.2017 - 15:32

Apar virðast laðast kynferðislega að dádýrum

Japanskir makakí-apar virðast hafa komist upp á lag með að leita kynferðislega á dádýr. Vísindamenn leiða líkur að því að nýtt hegðunarmynstur sé að skapast hjá dýrunum. Í spilaranum hér að neðan má sjá hvernig aparnir bera sig að.
16.12.2017 - 14:22

Ný hægri stjórn í Austurríki

Ný ríkisstjórn 2ja hægri flokka hefur verið mynduð í Austurríki. Annar flokkanna, Frelsisflokkurinn, á rætur sínar í nasisma og hefur lengst af boðað mikla andstöðu við flóttamenn og hælisleitendur. 
16.12.2017 - 14:24

Trump laus við að vera í jafnvægi

Heilbrigðisráðherra segir ógnvekjandi að upplifa hversu ófyrirsjáanlegur Bandaríkjaforseti sé og hvað hann sé laus við að vera í jafnvægi. Formaður Samfylkingarinnar segir forsetann eins og persónu í Batman-mynd.
16.12.2017 - 12:21

Grunsamlegt andlát milljarðamærings og konu

Kanadískur milljarðamæringur og eiginkona hans fundust látin á heimili sínu í Toronto í Kanada í gær. Lögregla segir að kringumstæður á heimili þeirra þyki grunsamlegar en enn sé ekki vitað hvort þeim hafi verið ráðinn bani.
16.12.2017 - 10:32

Rahul tekur við formennsku af móður sinni

Rahul Gandhi tók í dag við formennsku í Kongressflokknum, stærsta stjórnarandstöðuflokki Indlands nú um stundir. Flokkurinn hefur þó oftar verið í stjórn en stjórnarandstöðu síðan landið öðlaðist sjálfstæði. Rahul, sem er 47 ára gamall, hefur verið...
16.12.2017 - 07:33

Danskir pólitíkusar segja af sér vegna klúðurs

Nokkrir ráðherrar og þingmenn danska hægriflokksins Venstre, sem nú skipar minnihlutastjórn undir forsæti Lars Løkke Rasmussens, þáðu um árabil fjárhagsstuðning frá einkaaðilum, sem ekki var gefinn upp í samræmi við lög og reglur þar að lútandi....
16.12.2017 - 06:41