Leikir dagsins

Svíar burstuðu Hvítrússa

Svíar burstuðu í kvöld lið Hvíta-Rússlands í milliriðli 1 á Evrópumóti karlalandsliða í handbolta. Leiknum lauk með níu marka sigri Svíþjóðar, 29-20. Svíar fóru upp í 2. sæti riðilsins og hafa nú 6 stig fyrir lokaumferðina.
22.01.2018 - 21:10
epa05742071 Sweden's head coach Kristjan Andresson reacts during the round of sixteen match between Sweden and Belarus at the IHF Men's Handball World Championship, at Pierre Mauroy stadium in Villeneuve d'Ascq, near Lille, France, 22

Svíar mæta Hvítrússum á EM

Svíar undir stjórn Íslendingsins Kristjáns Andréssonar mæta Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti karlalandsliða í handbolta í Zagreb, Króatíu klukkan 19:30. Svíar eiga í harðri baráttu við Frakka, Króata og Norðmenn um sæti í undanúrslitum og sigur á...
22.01.2018 - 19:13

Frakkar nánast öruggir í undanúrslit

Frakkar burstuðu Serba í milliriðli eitt á Evrópumóti karlalandsliða í handbolta í kvöld í leik sem lauk 39-30. Frakkar eru eina liðið á EM sem enn er taplaust á móti og nú tróna Frakkar á toppi milliriðilsins með 8 stig þegar liðið á einn leik...
22.01.2018 - 18:56
epa06458181 Albin Lagergren (R) of  Sweden in action against  Kentin Mahe (L) of France during the EHF European Men's Handball Championship 2018 Main round match between France and Sweden in Zagreb, Croatia, 20 January 2018.  EPA-EFE/ANTONIO BAT

Frakkar geta nánast tryggt sig í undanúrslit

Frakkar geta komist með annan fótinn í undanúrslit á EM í handbolta með sigri á Serbum í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og er sýndur beint á RÚV2.
22.01.2018 - 17:15

Vísar á bug ótímabærri frétt af Lazarov

Fjölmiðlafulltrúi Makedóníumanna á EM í handbolta segir að stjórnendur Twitter-síðu mótsins hafi verið full fjótir á sér þegar þeir birtu færslu þess efnis að Kiril Lazarov, skærasta stjarna liðsins og fyrirliði, væri meiddur og léki ekki meira á...
22.01.2018 - 15:44

Lazarov og Drux úr leik á EM í handbolta

Möguleikar Makedóníu á að vinna til verðlauna á EM í handbolta verða að teljast harla litlir eftir að landsliðsfyrirliðinn og skærasta stjarna liðsins, Kiril Lazarov, meiddist í leiknum gegn Spánverjum í gær og spilar hann ekki meira á mótinu. Þá...
22.01.2018 - 15:21

Spánverjar í 2. sæti með stórsigri á Makedóníu

Spánverjar eru komnir í 2. sæti milliriðils 2 á EM í handbolta eftir stórsigur á Makedóníu 31-20. Strax í upphafi leiks varð ljóst í hvað stefndi. Makedóníumenn skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu 10 mínútunum. Spánn komst í 6-1, var 15-6 yfir í...
22.01.2018 - 11:30

Fljúgandi Dahmke með frábær tilþrif

Þýski hornamaðurinn Rune Dahmke sýndi algjörlega frábær tilþrif í tapleik Þýskalands á móti Danmörku á EM karla í handbolta í kvöld. Þýskaland tapaði leiknum, 26-25 en Dahmke átti klárlega flottustu tilþrif leiksins.
21.01.2018 - 20:23

Mikilvægur sigur Danmerkur á Þýskalandi

Danmörk vann nú síðdegis nauman eins marks sigur á Þýskalandi, 26-25 í milliriðli tvö á Evrópumóti karlalandsliða í handbolta í Króatíu. Sigurinn var mikilvægur fyrir Dani sem standa nú vel að vígi að komast upp úr riðlinum og í undanúrslit. Staða...
21.01.2018 - 19:24

Leikir í beinni

Hægt er að sjá dagskrá yfir EM sjónvarpsútsendingar RÚV og RÚV2 á síðunni Fram undan í beinni

Leikir / úrslit

Milliriðilar 1 og 2

Facebook

Tíst