Efnahagsmál

Gefa eftir leyfi til rannsókna á Drekasvæðinu

Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið hafa gefið eftir leyfi sitt til rannsókna og vinnslu á kolvetni á Drekasvæðinu milli Íslands og Jan Mayen. Orkustofnun telur að þriðja félagið sem fékk tólf ára sérleyfi, Eykon Energy, ráði...
22.01.2018 - 14:56

VR skoðar úrsögn úr ASÍ

Formaður VR segir að forseti ASÍ njóti ekki trausts í baklandi félagsins. Sambandið hafi sett mál á oddinn sem séu á skjön við hagsmuni félagsmanna VR. Til skoðunar er hvort félagið eigi að gera breytingar á sambandsaðild sinni, mögulega með úrsögn...
22.01.2018 - 12:19

Þurfa að ljúka öllum úrbótum – þrot blasir við

United Silicon fær ekki að hefja aftur framleiðslu fyrr en lokið hefur verið við nær allar mögulegar úrbætur á verksmiðjunni, samkvæmt nýrri ákvörðun Umhverfisstofnunar. Greiðslustöðvun United Silicon rennur út á morgun og gjaldþrot blasir við...
21.01.2018 - 18:57

Enginn fundur boðaður í kjaradeilu Icelandair

Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Tæpar tvær vikur eru frá síðasta fundi. Óformlegar viðræður hafa þó átt sér stað á milli deiluaðila.
21.01.2018 - 11:22

Ungir frumkvöðlar moka út cókói og kleins

Tveir ungir frumkvöðlar á Seltjarnarnesi segja að þeir séu að verða ríkir af því að selja ferðamönnum kakó og íslenskar kleinur undir nýju alþjóðlegu heiti. Það var fallegt veður en kalt við Gróttu í dag, þar sem bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert...
20.01.2018 - 19:51

„Gæti alveg orðið erfitt ár á vinnumarkaði“

Ófriðurinn um ákvarðanir Kjararáðs hefur verið óbærilegur, segir formaður BSRB, sem vonar að nýskipaður starfshópur um Kjararáð komist að sameiginlegri niðurstöðu um endurskoðun fyrirkomulagsins. Formaður Sambands sveitarfélaga óttast að árið á...
20.01.2018 - 13:00

Telja þrjár vikur duga Kjararáðshópnum

Forystumenn ríkisstjórnarinnar og atvinnurekenda telja að þrjár vikur ættu að duga nýskipuðum starfshópi sem ætlað er að endurskoða fyrirkomulag Kjararáðs. Hópurinn hefur til 10. febrúar til að ljúka vinnu sinni. „Við erum auðvitað að reyna að vinna...
19.01.2018 - 19:48

Styðja afnám stimpilgjalds við íbúðakaup

Fern félaga- og hagsmunasamtök lýsa stuðningi við afnám stimpilgjalds á fasteignakaup einstaklinga. Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins þessa efnis. Íbúðalánasjóður tekur ekki afstöðu til þess hvort frumvarpið ætti...
18.01.2018 - 06:40

Færri ferðamenn en spáð var

Greiningardeild Arion banka útilokar ekki að viðskiptahalli verði á fjórða ársfjórðungi 2017, í fyrsta sinn frá 2014. Erlendum ferðamönnum fjölgaði minna en spár gerðu ráð fyrir og eyddu jafnframt minna.
17.01.2018 - 08:11

Ferrero kaupir súkkulaðiframleiðslu af Nestle

Svissneski matvælarisinn Nestle hefur samþykkt að selja framleiðslu sína á bandarísku sælgæti til ítalska matvælafyrirtækisins Ferrero fyrir jafnvirði rúmlega 300 milljarða króna. Ferrero er helst þekktur fyrir framleiðslu á Tic Tac myntum, Nutella...
16.01.2018 - 23:04

Góður gangur í kjaraviðræðum

Góður gangur er í samningaviðræðum framhaldsskólakennara og stjórnenda framhaldsskólanna við Samninganefnd ríkisins segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.
16.01.2018 - 22:37

Loðnuveiðin hafin á ný eftir 3ja daga brælu

Loðna er tekin að berast að landi á ný eftir þriggja daga brælu. Loðna hefur fundist á allstóru svæði fyrir austan land en hún er dreifð og veiðin því misgóð.
16.01.2018 - 16:51

Bitcoin hríðfellur

Gengi rafmyntarinnar Bitcoin féll um 18% í dag eftir að fregnir bárust af yfirvofandi banni við viðskiptum með slíka gjaldmiðla í Suður-Kóreu og líkum á að frekari takmarkanir fylgdu í kjölfarið. Fréttastofa Reuters segir að gengisfall Bitcoin hafi...
16.01.2018 - 14:44

Rannsóknarskipin farin til loðnurannsókna

Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar héldu af stað til loðnurannsókna í morgun. Sviðsstjóri uppsjávarlífríkis segir að aukið fé til vöktunar á loðnustofninum þýði að óvenju langur tími gefist nú til að rannsaka og leita að loðnu.
16.01.2018 - 13:18

Ferðaþjónustan komin yfir táningsaldurinn

Færri ferðamenn komu til landsins síðustu mánuði síðasta árs en spáð hafði verið og þeir eyddu minna fé en væntingar voru um. Þetta er niðurstaða Greiningardeildar Arionbanka af tölum um ferðamannafjölda og kortaneyslu síðustu þrjá mánuði síðasta...
16.01.2018 - 11:56