Deilur og stríð

Sókn Tyrkja gegn Kúrdum heldur áfram

Varnarsveitir Kúrda í Sýrlandi segjast hafa hrundið árás Tyrkja, sem hófst um helgina, á yfirráðasvæði Kúrda í Afrin-héraði í norðurhluta Sýrlands. Kúrdar segjast hafa svarað Tyrkjum sem sóttu yfir landamærin, með því að skjóta flugskeytum á...
22.01.2018 - 10:34

ESB viðurkenni sjálfstæða Palestínu

Mahmud Abbas, leiðtogi Palestínu, ætlar að leita eftir viðurkenningu Evrópusambandsríkja á sjálfstæðu ríki Palestínu þegar hann fer á fund utanríkisráðherra ESB ríkja í dag. AFP fréttastofan hefur eftir Riad al-Malki, utanríkisráðherra Palestínu, að...

Vilja fund í Öryggisráðinu vegna innrásar

Tyrklandsher réðst inn í Sýrland í morgun og komið hefur til harðra átaka milli Tyrkja og Kúrda. Frakkar hafa beðið um fund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna innrásarinnar.
21.01.2018 - 19:15

Tyrklandsforseti varar við mótmælum

Frakkar hafa beðið um fund í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að fjalla um innrás Tyrkja í Sýrland. Jean-Yves Le Drian utanríkisráðherra Frakklands greindi frá þessu í dag og sagðist hafa rætt við tyrkneska utanríkisráðherrann í morgun. Tyrkir...
21.01.2018 - 14:34

Tyrkneskar hersveitir ráðast inn í Sýrland

Tyrkneskar hersveitir réðust í morgun inn í Sýrland. Tyrkir gerðu í gær loftárásir á yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands. Þá hefur tyrkneski herinn staðið fyrir stórskotahríð á borgina Afrim og samnefnt hérað síðan á fimmtudag í síðustu viku...
21.01.2018 - 10:51

Talíbanar lýsa hótelárásinni á hendur sér

Talíbanar hafa lýst árás á Intercontinental hótelið í Kabúl á hendur sér. Að minnsta kosti sex liggja í valnum. Þrír eða fjórir vel vopnaðir menn réðust inn á hótelið í gærkvöld og hófu skothríð á gesti og starfsmenn hótelsins sem flýðu í ofboði....
21.01.2018 - 09:18

Tyrkir gera loftárásir á Kúrda í Sýrlandi

Tyrklandsher gerði loftárásir á yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í dag. Tyrklandsforseti segist ætla að útrýma Kúrdum og tryggja öryggi við landamærin að Sýrlandi. 
20.01.2018 - 20:49

Tyrkneskar herþotur verða skotnar niður

Sýrlendingar hóta að skjóta niður allar tyrkneskar herþotur sem fljúga inn í lofthelgi landsins. Stjórnvöld í Ankara undirbúa nú árásir gegn Kúrdum, sem þau segja vera hryðjuverkamenn.
19.01.2018 - 05:56

Fara varlega í áframhaldandi viðræður

Suður-Kórea fer varlega í áframhaldandi viðræðum sínum við Norður-Kóreu. Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir ríkið verða að ná sem mestu úr tækifærinu sem hefur gefist með viðræðunum.
18.01.2018 - 05:14

Spenna á landamærum Tyrklands og Sýrlands

Bandaríkin þvertaka fyrir að vera að koma upp nýjum her í Sýrlandi þrátt fyrir æfingar nýrrar herdeildar þar í landi. Stjórnvöld í Tyrklandi og stjórnarandstæðingar í Sýrlandi fordæma ákvörðun Bandaríkjanna og bandamanna þeirra um að koma upp 30...
18.01.2018 - 04:28

Unglingur í varðhald fyrir að slá til hermanna

Dómari við herdómstól í Ísrael fyrirskipaði í dag að palestínsk unglingsstúlka skyldi sett í gæsluvarðhald þar til réttað yrði yfir henni. Á myndskeiði sem dreift var á samfélagsmiðlum sást stúlkan slá til tveggja ísraelskra hermanna. Að mati...

Árás Tyrkjahers á Kúrda yfirvofandi

Tyrkir eru byrjaðir að flytja skriðdreka og önnur þungavopn að landamærum Sýrlands. Yfirvofandi er árás þeirra á tvö héruð Kúrda, Afrin og Manbij, rétt sunnan við tyrknesku landamærin.
17.01.2018 - 09:22

Herða eftirlit við landhelgi Kóreuskaga

Bandaríkin, auk nítján annarra ríkja, samþykktu að fylgjast betur með skipaumferð við Norður-Kóreu til að koma í veg fyrir að smyglvarningur berist til landsins. Ríkið hefur nýtt smyglara til þess að fá vörur sem annars er bannað að flytja til...
17.01.2018 - 06:14

Mannfall í árás á eftirlýstan þyrluflugmann

Margir féllu í árás sérsveitar Venesúelahers á bækistöðvar tiltölulega fámennrar hreyfingar herskárra stjórnarandstæðinga í Venesúela. Árásin beindist að þyrluflugmanninum Oscari Pérez og fylgismönnum hans, en Pérez var eftirlýstur fyrir að hafa...

Fordæma „hryðjuverkaher“ Bandaríkjanna

Tyrklandsforseti sakar Bandaríkjastjórn um að byggja upp „hryðjuverkaher“ á landamærum Tyrklands og Sýrlands og heitir því að kæfa þann her í fæðingu. Bandarísk stjórnvöld kynntu á sunnudag áform um að koma upp 30.000 manna herliði nyrst og austast...
16.01.2018 - 04:46