Bloggið

Ný stefna RÚV til 2021 fjárfestir í framtíðinni

RÚV er almannaþjónustumiðill í eigu íslensks almennings og vill upplýsa, fræða og skemmta á hverjum degi. En hvað þýðir það árið 2021? Hvernig tryggjum við að RÚV þjóni öllum Íslendingum þar sem þeir vilja og þegar þeir vilja á næstu árum?
06.06.2017 - 11:55

Verum samferða inn í framtíðina

Fjölmiðill í þjónustu almennings þarf bæði að skipta máli og koma að gagni. Í yfir 80 ár hefur Ríkisútvarpið verið samferða þjóðinni við leik og störf, boðið upp á fréttir og dagskrá sem upplýsir, fræðir og skemmtir, verið hreyfiafl góðra verka og...

Allra veðra von

Veðrið er Íslendingum ævinlega hugleikið enda eru ótal orð um veður í málinu. Lítum aðeins á nokkur orð sem hægt er að hafa til að lýsa vondum vetrarveðrum og margvíslegri snjókomu.
01.12.2015 - 15:31

Óttinn við orðin

Sum orð eru vandmeðfarnari en önnur, merkingar sinnar vegna. Ástæðurnar eru ýmsar. Orð geta verið særandi og meiðandi. Þau geta fengið nýja og breytta merkingu. Orð geta verið mjög gildishlaðin og leiðandi og jafnvel breytt merkingu þess sem sagt er...
24.11.2015 - 13:20

Eldhúsbekkur og bekkjarýja

Það er kallað mállýskuorð þegar fólk hefur mismunandi orð yfir sömu hlutina á ólíkum stöðum á landinu. Til dæmis eru börnin á Vestfjörðum kölluð púkar en í Vestmannaeyjum eru strákar kallaðir peyjar.
17.11.2015 - 16:30

Stíll og markhópur - og dálítil gagnrýni

Flestir hafa lent í að skilja hvorki upp né niður í texta, sem birtur er til dæmis sem fréttatilkynning á vef eða í blaði, þótt þeir lesi hann margsinnis. Samt er ljóst að textinn hlýtur að vera merkingarbær og ætlaður almennum lesendum. Þá kann að...
10.11.2015 - 17:46

Upp og niður völlinn

Íþróttamálfar var í brennidepli í málskotinu. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður ræddi um málfar í íþróttum og íþróttafréttum. Það er fjölbreytt eins og við er að búast og margar gildrur sem auðvelt er að falla í.
03.11.2015 - 16:24

Samtal við eigendur RÚV

Stjórnendur og starfsfólk RÚV er nýkomið úr hringferð um landið, þar sem við héldum afar vel sótta fundi í Borgarnesi, Reykjavík, á Egilsstöðum, Ísafirði, Selfossi og Akureyri.
26.10.2015 - 23:10

Axarskaft málfarsráðunautarins

Í síðustu viku sagði málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins í beinni útsendingu að hann hefði rétt upp hend. Enda gerði hann það.
20.10.2015 - 11:05

Eiraldin, ástarepli og aðrir ávextir

Allir þekkja íslensk heiti á ávöxtum eins og glóaldin og bjúgaldin þótt flestir tali heldur um appelsínur og banana. Til eru mörg ákaflega falleg íslensk heiti á ávöxtum. Sum þeirra hafa náð góðri fótfestu í málinu svo sem eggaldin og blæjuber en...
06.10.2015 - 15:37

Svo ég sletti nú

Dagskrárgerðarmenn, stjórnmálamenn og aðrir sem láta gamminn geisa blaðlaust í fjölmiðlum festast stundum í ákveðnu orðalagi. Hlustendur geta látið síendurtekin orð og orðasambönd fara í taugarnar á sér og það veldur því að þeir hætta að heyra hvað...
16.09.2015 - 09:06

Áhrif orðavals á viðhorf okkar og líðan

Orðaval getur haft mikil áhrif á líðan okkar. Hvern langar til dæmis út þegar það rignir eldi og brennisteini? Sennilega fáa. En það er bara hressandi að fara út þegar það gustar um okkur, þótt hann hreyti úr sér smávegis rigningu.
28.08.2015 - 18:18

Ferðaenska og druslurnar í druslugöngunni

Druslugangan leiddi í ljós að orðið drusla hefur aðra merkingu í hugum ungs fólks en þeirra sem eldri eru. Í stað þess að merkja að ganga illa um eða vera illa til fara hefur það fengið sambærilega merkingu og orðið lauslætisdrós.
29.07.2015 - 17:14

Tekjur RÚV - samhengi og þróun

RÚV fær fjölmargar fyrirspurnir um rekstur félagsins í hverjum mánuði. Meðal þess sem iðulega er spurt um er hvernig tekjustofn félagsins sé, hvernig hann hefur þróast og hvernig hann sé í samanburði við almannaþjónustumiðla í nágrannalöndum.
26.07.2015 - 12:42