Bíllinn

Innkalla 514 Nissan Navara bíla

Bílasalinn BL hefur tilkynnt til Neytendastofu um innköllun á Nissan Navara D40 árgerð 2005 til 2012, alls 514 bifreiðar. Í tilkynningu á vef Neytendastofu kemur fram að ástæðan sé sú að grunur sé um óeðlilega tæringu í grind bílanna.
20.12.2017 - 10:48

Kínverskur rafbíll pantaður á netinu

Kínverjast stefna að stórsókn með nýjar tegundir fjöldaframleiddra rafbíla inn á markaði Evrópu og Bandaríkjanna innan fárra ára. Hugmynd þeirra er sú að selja rafbílana beint til fólks eftir pöntunum á netinu framhjá bílaumboðum. Gísli Gíslason...
01.09.2017 - 12:11

Engir nýir bílar seljast í Danmörku

Sala nýrra bíla í Danmörku stöðvaðist nánast í síðustu viku. Þá birti dagblaðið Politiken frétt um að ríkisstjórnin ætlaði að lækka álögur á bíla, svokallað skráningargjald, registreringsafgift. Ríkisstjórnin hefur hvorki viljað neita né staðfesta...
29.08.2017 - 13:40

Gjaldtaka fyrir rafhleðslu hafin

Við sundlaugina í Mosfellsbæ er nú fyrsta hleðslustöðin fyrir rafbíla þar sem gjald er tekið fyrir hleðslu. Hingað til hafa hleðslustöðvar, eða hlöður, hér á landi verið gjaldfrjálsar en það mun heyra sögunni til í náinni framtíð.
18.08.2017 - 17:23

„Rafbílar eru farartæki framtíðar“

Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, er ekki í vafa um að rafbílar séu farartæki framtíðarinnar á Íslandi. Tæknin sé tilbúin, rafmagnið fyrir hendi, það þurfi bara að breyta hugarfari fólks. Rafmagnsbílum fjölgar nú á Íslandi sem...

Elsti bíllinn meira en 100 ára gamall

„Allir eru velkomnir í klúbbinn, hvort sem þeir eiga bíl eða ekki,“ segir formaður Fornbílaklúbbsins, Þorgeir Kjartansson, en í ár eru 40 ár síðan klúbburinn var stofnaður.
06.07.2017 - 15:28

Kengúrur rugla sjálfkeyrandi Volvóa

Sjálfkeyrandi bílar sem sænski framleiðandinn Volvo er nú að þróa geta ekki greint kengúrur – hopp og skopp kengúranna veldur því að tölvukerfi bílsins fer í tóma flækju. Fyrirtækið hefur hannað sérstakan „greiningarbúnað fyrir stór dýr“, eins og...
01.07.2017 - 08:30

Nýskráningar ökutækja sjaldan fleiri

Aukin sala á hinum ýmsu munaðarvörum er oftar en ekki merki um góðæri, þar má til dæmis nefna aukna sölu á nýlegum ökutækjum. Innflutningur á ökutækjum, stórum sem smáum, hefur stóraukist hér á landi undanfarna mánuði.
03.05.2017 - 15:33

Herferð gegn símanotkun undir stýri

Bresk yfirvöld hafa hert mjög viðurlög við síma- og snjalltækjanotkun ökumanna undir stýri. Sektir hafa verið hækkaðar mikið og ökumenn sem staðnir eru að brotum innan við tveimur árum frá því þeir fengu bílpróf verða sviptir ökuréttindum. ...
11.03.2017 - 12:35

Nærri 150 prósenta verðmunur

Nærri 150 prósenta munur er á verði á nýjum heilsársdekkjum samkvæmt verðkönnun ASÍ. Dæmi er um að ársgömul dekk séu seld sem ný. Það getur rýrt öryggi dekkjanna sem hafa takmarkaðan endingartíma.
04.11.2015 - 10:49

Vantar stuð við þjóðveginn

Ferðamenn sem komu hingað til lands með rafbíl hvetja Íslendinga til að setja upp hleðslustöðvar við þjóðveginn til að flýta fyrir rafbílavæðingu. Þótt ekið sé á langdrægustu tegund þarf mikla skipulagningu til að ferðast um landið.
03.06.2015 - 19:36

34 milljónir bifreiða innkallaðar

Gallaðir loftpúðar frá japanska bílaíhlutaframleiðandanum Takata eru mun algengari en talið hefur verið til skamms tíma. Útlit er fyrir að innkalla þurfi metfjölda bifreiða vegna þessa, eða allt að 34 milljónir bíla frá fjölmörgum framleiðendum...
20.05.2015 - 04:39

Síðasti dagur nagladekkjanna

Það verður væntanlega mikil örtröð á dekkjaverkstæðum landsins í dag og næstu daga, því dagurinn í dag er sá síðasti sem leyfilegt er að aka bifreiðum á nagladekkjum.
14.04.2015 - 01:20

Soffía II komin í nýjan kjól

Soffía II er langferðabifreið og fjallatrukkur sem var smíðaður af íslenskum bílasmiðum í Reykholti 1962 og er því nýskriðin yfir fimmtugt. Hún á að baki langa og merka sögu sem skólabíll og brautryðjandi í hálendisferðum.
09.03.2015 - 14:13

Soffía II komin í nýjan kjól

Soffía II er langferðabifreið og fjallatrukkur sem var smíðaður af íslenskum bílasmiðum í Reykholti 1962 og er því nýskriðin yfir fimmtugt. Hún á að baki langa og merka sögu sem skólabíll og brautryðjandi í hálendisferðum.
09.03.2015 - 14:10