Austurland

Laxavinnsla hafin - rúmar 4000 krónur stykkið

Vinnsla á eldislaxi er hafin á Djúpavogi og hafa sérhæfð tæki til laxavinnslu verið tekin í gagnið. Fyrsti sláturlaxinn er vænn enda hefur verið óvenju hlýtt í sjónum í Berufirði þar sem hann er alinn.
22.01.2018 - 09:08

Óhætt að drekka beint úr krana í Neskaupstað

Íbúar í Neskaupstað þurfa ekki lengur að sjóða allt neysluvatn. Þetta var ákveðið á fundi bæjaryfirvalda í Fjarðabyggð og Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem lauk á ellefta tímanum í morgun. Yfirborðsvatn komst í vatnsból Norðfirðinga í Fannardal í...
18.01.2018 - 11:36

Börn og sjúklingar fá soðið vatn í Neskaupstað

Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð og Heilbrigðiseftirlit Austurlands leggja nú allt kapp á að finna orsök mengunar í neysluvatni í Neskaupstað. Norðfirðingar hafa verið beðnir um að sjóða allt neysluvatn því jarðvegsgerlar mældust yfir viðmiðunarmörkum....
17.01.2018 - 12:20

Miðbærinn eins og bilaður löndunarkrani

Formaður Þjónustusamfélagsins á Héraði líkir miðbæ Egilsstaða við bilaðan löndunarkrana og götótt troll. Mikilvægt sé að hraða úrbótum í miðbænum til að hann geti staðið undir hlutverki sínu sem miðstöð verslunar á þjónustu á Austurlandi. Nýtt...
17.01.2018 - 10:22

Íbúar í Neskaupstað sjóði neysluvatn

Íbúar í Neskaupstað eru beðnir að sjóða neysluvatn en fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum. Fram kemur í tilkynningu frá Fjarðabyggð og Heilbrigðiseftirliti Austurlands að ekki sé um að ræða saurgerla eða coligerla. Tilmælum um...
17.01.2018 - 09:47

Loðnuveiðin hafin á ný eftir 3ja daga brælu

Loðna er tekin að berast að landi á ný eftir þriggja daga brælu. Loðna hefur fundist á allstóru svæði fyrir austan land en hún er dreifð og veiðin því misgóð.
16.01.2018 - 16:51

Horað útigangsfé í svelti í Loðmundarfirði

Yfir hundrað kindur hafa haldið til í Loðmundarfirði í vetur án fóðurs og umhirðu. Leiðangrar hafa verið farnir til að sækja fé og enn á eftir að sækja minnst 30 kindur. Sauðfjárbóndi gagnrýnir Matvælastofnun fyrir að taka seint á málinu en...
15.01.2018 - 12:49

Lokað á milli Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar

Vegurinn á milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar er lokaður vegna vatnsskemmda. Vegurinn verður lokaður til morguns. Mikið vatn er víða fyrir austan, þar á meðal í Reyðarfirði og Norðfirði og getur vatn flætt yfir vegi og eru vegfarendur beðnir...
12.01.2018 - 20:44

Norræna bíður af sér veðrið

Um 80 farþegum sem komu með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar miðnætti var ráðið frá því að halda yfir Fjarðarheiði vegna veðurs. Fólkið fékk að gista í ferjunni en þar gistu líka um um 30 farþegar sem ætluðu burt með Norrænu í nótt.
12.01.2018 - 09:54

Mikilli rigningu spáð sunnan og suðaustanlands

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Austfirði og Suðausturland en þar er spáð mikilli rigningu með hlýindum fram á kvöld. Veðurstofan varar sérstaklega við vexti í ám í Lóni og Álftafirði en samfara aukinni úrkomu og afrennsli...
12.01.2018 - 08:16

Refsing milduð vegna hættulegra starfsaðstæðna

Héraðsdómur Austurlands mildaði dóm yfir skipstjóra hjólabáts á Jökulsárlóni, sem var ákærður fyrir manndráp af gáleysi, vegna þeirra hættulegu starfsaðstæðna sem honum voru búnar hjá vinnuveitanda hans. Þá horfði dómurinn einnig til þess að hann...
12.01.2018 - 08:03

Gagnrýnir áform um eins þreps hreinsun

Eigandi fyrirtækis sem rekur skólphreinsivirki fyrir Fljótsdalshérað gagnrýnir að sveitarfélagið vinni að annarri lausn í fráveitumálum sem ekki uppfylli reglugerð í von um henni verði breytt. Ekki hafi verið leitað tilboða í að auka afköst...
11.01.2018 - 22:25

Ýmislegt ógert í því að fækka sjálfsvígum

Framkvæmdastjóri Geðhjálpar telur að fækka mætti sjálfsvígum með því að rannsaka þau og grípa til aðgerða í kjölfarið en þannig hafi tekist að fækka sjálfsvígum í Noregi. Ísland eigi langt í land með að standa við eigin áætlun um aðgengi að...
11.01.2018 - 12:53

Vill að sjálfsvíg verði rannsökuð betur

Faðir ungs manns sem fyrirfór sér í apríl vill að sjálfsvíg verði rannsökuð betur til að varpa ljósi á brotalamir í kerfinu. Hann hvetur til þess að þeim sem leita eftir hjálp við andlegum veikindum sé fylgt betur eftir.  
10.01.2018 - 23:56

Skipstjórinn fékk tveggja mánaða dóm

Skipstjóri hjólabáts sem varð valdur að dauða kanadískrar konu árið 2015 var í dag sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi. Hann var dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar en refsingin er skilorðsbundin til tveggja ára. Hann var að auki sviptur...
10.01.2018 - 16:37