Átök í Sýrlandi

Tyrkneskar hersveitir ráðast inn í Sýrland

Tyrkneskar hersveitir réðust í morgun inn í Sýrland. Tyrkir gerðu í gær loftárásir á yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands. Þá hefur tyrkneski herinn staðið fyrir stórskotahríð á borgina Afrim og samnefnt hérað síðan á fimmtudag í síðustu viku...
21.01.2018 - 10:51

Tyrkir gera loftárásir á Kúrda í Sýrlandi

Tyrklandsher gerði loftárásir á yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í dag. Tyrklandsforseti segist ætla að útrýma Kúrdum og tryggja öryggi við landamærin að Sýrlandi. 
20.01.2018 - 20:49

Tyrkneskar herþotur verða skotnar niður

Sýrlendingar hóta að skjóta niður allar tyrkneskar herþotur sem fljúga inn í lofthelgi landsins. Stjórnvöld í Ankara undirbúa nú árásir gegn Kúrdum, sem þau segja vera hryðjuverkamenn.
19.01.2018 - 05:56

Spenna á landamærum Tyrklands og Sýrlands

Bandaríkin þvertaka fyrir að vera að koma upp nýjum her í Sýrlandi þrátt fyrir æfingar nýrrar herdeildar þar í landi. Stjórnvöld í Tyrklandi og stjórnarandstæðingar í Sýrlandi fordæma ákvörðun Bandaríkjanna og bandamanna þeirra um að koma upp 30...
18.01.2018 - 04:28

Árás Tyrkjahers á Kúrda yfirvofandi

Tyrkir eru byrjaðir að flytja skriðdreka og önnur þungavopn að landamærum Sýrlands. Yfirvofandi er árás þeirra á tvö héruð Kúrda, Afrin og Manbij, rétt sunnan við tyrknesku landamærin.
17.01.2018 - 09:22

Fordæma „hryðjuverkaher“ Bandaríkjanna

Tyrklandsforseti sakar Bandaríkjastjórn um að byggja upp „hryðjuverkaher“ á landamærum Tyrklands og Sýrlands og heitir því að kæfa þann her í fæðingu. Bandarísk stjórnvöld kynntu á sunnudag áform um að koma upp 30.000 manna herliði nyrst og austast...
16.01.2018 - 04:46

Stríðið í Sýrlandi bitnar hart á börnum

Á fjórða tug barna voru drepin fyrstu tvær vikurnar á nýju ári í Sýrlandi. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að ekkert lát sé á hernaði gegn börnum þegar sjö ár eru frá því að stríðið í landinu hófst.
15.01.2018 - 13:38

Hörmungarástand í Idlib vegna loftárása

Hjálparstofnanir vara við stórfelldum hörmungum í Idlib héraði í Sýrlandi þar sem tugþúsundir hafa flúið heimili sín vegna loftárás sýrlenska stjórnarhersins og Rússa. Sprengjuárásir hafa þar verið gerðar á spítala og hjúkrunarfólk.
10.01.2018 - 09:05

Fjöldi á flótta að landamærum Tyrklands

Á annað hundrað þúsund manns hafa flúið í átt að landamærum Tyrklands undan sókn sýrlenska stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum í Idlib-héraði í Norðvestur-Sýrlandi. Tugir féllu í loftárásum Rússa og Sýrlandshers í nótt.
08.01.2018 - 16:23

23 féllu í sprengjuárás í Sýrlandi

Þúsundir almennra borgara hafa flúið undan sókn sýrlenska stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum í Idlib-héraði í norðvestur Sýrlandi í átt að landamærum Tyrklands.
08.01.2018 - 16:07

Tyrkir vilja bætta sambúð við Evrópu

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fór fyrir helgi til Frakklands til viðræðna við Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Heimsóknin er liður í tilraunum Tyrkja til að bæta sambúðina við ríki Evrópusambandsins, sem hefur verið mjög stirð...

Almennir borgarar féllu í loftárásum

Minnst 23 almennir borgarar féllu í árásum á Austur-Ghouta í gær, svæði á valdi uppreisnarmanna, að sögn Sýrlensku mannréttindavaktarinnar. Flestir létust í loftárásum rússneskra herþota.
04.01.2018 - 04:48

Sjö féllu í loftárás í Sýrlandi

Fimm börn og tvær konur á fullorðinsaldri létust í dag í loftárás á svæði við mörk Idlib- og Hamahéraða í norðausturhluta Sýrlands. Stjórnarher landsins hefur að undanförnu herjað á hermdarverkamenn úr vígasveitum Íslamska ríkisins á þessum slóðum,...
02.01.2018 - 19:06

Erdogan til Parísar í vikunni

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ætlar að hitta Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í París 5. janúar til þess að ræða ástandið í Austurlöndum nær. 

Líkamsleifar tuga manna í tveimur fjöldagröfum

Tvær fjöldagrafir fundust í vesturhluta al-Raqqa héraðs í Sýrlandi, þar sem Íslamska ríkið réð lögum og lofum til skamms tíma. Líkamsleifar tuga manna, hvort tveggja óbreyttra borgara og hermanna úr Sýrlandsher, munu vera í gröfunum tveimur,...
30.12.2017 - 06:29