Afríka

George Weah orðinn forseti Líberíu

George Weah, fyrrverandi knattspyrnuhetja, sór í dag embættiseið sem næsti forseti Líberíu við mikinn fögnuð viðstaddra. Hann tekur við af Nóbelsverðlaunahafanum Ellen Johnson Sirleaf, sem gegndi forsetaembættinu síðastliðin tólf ár.
22.01.2018 - 13:54

Forsætisráðherra myrtur og leystur upp í sýru

Kongó í Mið-Afríku hlaut sjálfstæði frá Belgíu 30. júní 1960. Landið var illa búið undir sjálfstæði og aðeins örfáum dögum síðar var hið sjálfstæða Kongó í algjörri upplausn, logaði í óeirðum og átökum. „Kongókrísan“ svokallaða átti eftir að hafa...
19.01.2018 - 11:21

Haley miður sín yfir ummælum Trumps

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, kvaðst miður sín yfir ummælum Bandaríkjaforseta um Afríkulönd í síðustu viku. Þetta kom fram á lokuðum fundi hennar með fulltrúum Afríkuríkja hjá SÞ í dag.
19.01.2018 - 01:20

Fagnað og mótmælt á afmæli arabíska vorsins

Þúsundir örkuðu eftir helsta breiðstræti Túnisborgar í dag til að minnast þess að sjö ár eru liðin frá því að hinum þaulsætna forseta Túnis, Zine El Abidine Ben Ali, var steypt af stóli í Jasmínubyltingunni, sem markaði upphaf arabíska vorsins. Sama...
15.01.2018 - 00:28

Konungur eignaðist einkanýlendu með prettum

Hvað gerir metnaðargjarn konungur sem vill að ríki sitt söðli um og eignist nýlendu í Afríku, en þegnar hans og ríkisstjórn eru ekki sammála? Undir lok nítjándu aldar stóð Leópold II, konungur í Belgíu, frammi fyrir þessu vandamáli — en var þó ekki...
13.01.2018 - 13:38

Afríkusambandið vill afsökunarbeiðni frá Trump

Sendiherrar ríkja Afríkusambandsins hjá Sameinuðu þjóðunum krefjast þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti bæðist afsökunar á að hafa kallað Afríkuríki „skítalönd" á fundi um innflytjendamál í Hvíta húsinu í vikunni. Sögðu þeir að þeim væri „...
13.01.2018 - 05:37

Nær 800 handtekin í Túnis og enn er mótmælt

Nær 800 hafa verið handtekin í tengslum við hörð og viðvarandi mótmæli á götum og torgum fjölmargra borga í Túnis í vikunni. Fólk mótmælir verð- og skattahækkunum og fleiri umdeildum efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem bitna á afkomu alls almennings....
13.01.2018 - 03:37

Yfir 600 handtekin í Túnis

Ríflega 600 manns hafa verið handtekin í mótmælum í Túnis síðustu daga og átökum í tengslum við þau. AFP fréttastofan hefur þetta eftir innanríkisáðuneytinu í Túnis. Mótmælt hefur verið í um eða yfir 20 borgum í landinu í vikunni. Mótmælin hafa ekki...
12.01.2018 - 06:18

Hörð mótmæli halda áfram í Túnis

Hátt á þriðja hundrað manns hafa verið handtekin í hörðum mótmælum og átökum sem brotist hafa út í tengslum við þau í Túnis síðustu daga. Mótmæli blossuðu enn upp í kvöld í minnst fimm borgum, þar á meðal höfuðborginni Túnis. Tugir hafa særst í...
11.01.2018 - 02:57

Verðhækkunum mótmælt í Túnis

Yfir tvö hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Túnis eftir andófsaðgerðir víðsvegar um landið í gærkvöld og fyrrakvöld vegna óvinsælla efnahagsráðstafana sem leitt hafa til mikilla verðhækkana. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytis landsins...
10.01.2018 - 10:09

Allt að 100 drukknuðu undan Líbíuströnd

Allt að eitt hundrað manns er saknað eftir að bátskriflið sem þau voru í sökk skammt undan Líbíuströnd síðdegis á þriðjudag, samkvæmt upplýsingum frá líbíska flotanum. Eftirlifendur upplýstu björgunarliðið um að vel á annað hundrað flótta- og...
10.01.2018 - 02:28

Ungmenni myrt í Senegal

Þrettán ungmenni voru myrt af vopnuðum mönnum í skóglendi í suðurhluta Senegals í gær. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni senegalska hersins að ungmennin hafi verið að safna saman spreki þegar þau voru myrt.
07.01.2018 - 05:10

Flóttafólk fórst undan strönd Líbíu

Að minnsta kosti 25 flóttamenn drukknuðu þegar gúmmífleytu þeirra hvolfdi undan ströndum Líbíu í dag. Hugsanlegt er talið að 150 hafi verið um borð. Ítalski sjóherinn sendi skip á vettvang. Áhöfn þess tókst að bjarga 85 manns úr sjónum. Átta lík...
06.01.2018 - 20:44

18 létu lífið í bílslysi í Gínea-Bissaú

18 eru látnir og 14 slasaðir, þar af tíu alvarlega, eftir að smárúta og vöruflutningabíll lentu í árekstri í Gínea-Bissaú í kvöld. AFP fréttastofan hefur eftir sjónarvotti að bílstjóri vöruflutningabílsins hafi misst stjórn á honum á ofsahraða og...
06.01.2018 - 01:21

14 kirkjugestir myrtir í Nígeríu

Byssumenn myrtu minnst 14 kirkjugesti á leið úr miðnæturmessu í sunnanverðri Nígeríu á nýársnótt. AFP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir lögreglu á svæðinu. Árásin var gerð í bænum Omoku, um 90 kílómetra frá hafnarborginni Port Harcourt....
02.01.2018 - 02:23